Lífið

Madonna heim frá Malaví

Madonna ásamt syni sínum David í Malaví þann 16. apríl síðastliðinn
Madonna ásamt syni sínum David í Malaví þann 16. apríl síðastliðinn MYND/AP

Söngkonan Madonna, sem dvalið hafði á Malaví í sex daga, hefur nú yfirgefið landið. Var hún þar ásamt dóttur sinni Lourdes og David, ársgömlum malavískum syni sínum sem hún hefur nýverið ættleitt. Notaði söngkonan heimsóknina til að vinna fyrir góðgerðarstofnun sína, Raising Malawi, sem opnaði meðal annars heilsuverndarstöð fyrir börn á meðan dvöl söngkonunnar stóð. Tímaritið People greinir frá þessu.

Það er þó ekki ljóst hvort Madonna hitti 32 ára líffræðilegan föður Davids, Yohane Banda, en samkvæmt upplýsingum frá munaðarleysingjahælinu sem drengurinn dvaldist á, hafði Banda verið sagt að hann fengi tíma með syni sínum en hætt hafi verið við fund feðganna. Það fer þó tveimur sögum af fundi þeirra feðga þar sem breskir fjölmiðlar hafa sagt feðgana hafa hist á þriðjudaginn síðasta.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.