Lífið

Nick Lachey og Vanessa Minnillo í sambúð

Vanessa Minnillo og Nick Lachey eru ung og ástfangin
Vanessa Minnillo og Nick Lachey eru ung og ástfangin MYND/Getty Images

Söngvarinn Nick Lachey, fyrrum eiginmaður söngkonunnar Jessicu Simpson, og MTV þáttastjórnandinn Vanessa Minnillo eru byrjuð að búa saman. Parið hefur verið saman í eitt ár en þann 15. apríl síðastliðinn fluttu þau saman inn í þriggja herbergja íbúð á Manhattan.

Í risi hússins býr rapparinn Eve en hún er með körfuboltavöll og innisundlaug í íbúð sinni. Í flutningunum hélt Nick, sem er 33 ára, á þungu og stóru kössunum en Vanessa, 26 ára, hjálpaði til með litlu kassana. Þykir flutningurinn benda til þess að það alvara sé í spilunum hjá turtildúfunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.