Fleiri fréttir

Pönksöngvari í fangelsi vegna morðs

Söngvari pönkhljómsveitarinnar Mest hefur verið stungið í steininn vegna gruns um morð. Átti morðið sér stað í L.A. á sunnudag en lögregla segir söngvarann hafa játað að hafa stungið núverandi elskhuga fyrrum kærustu sinnar til dauða.

Dánarorsök Önnu Nicole opinber

Anna Nicole Smith lést þann 8. febrúar síðastliðinn. Ekki hefur verið gert opinbert hvað olli dauða hennar fyrr en nú, en hún lést vegna of stórs skammts svefnlyfja.

Clinton mikill ,,24” aðdáandi

Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er mikill aðdáandi spennuþáttanna 24, þrátt fyrir að framleiðandi þeirra, Joel Surnow, sé harður repúblikani. Þykir Clinton gott að bæði íhaldsmenn og frjálslyndir séu vondu gæjarnir í þáttunum, það sé reynt að gæta jafnræðis í þeim efnum.

Tom Cruise leikur nasista

Leikarinn Tom Cruise ætlar að fara með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Cruise ætlaði upphaflega aðeins að framleiða myndina og hafði ráðið Bryan Singer, sem leikstýrði meðal annars The Usual Suspects og Superman Returns, til að leikstýra myndinni.

Meðlimir Lordi í hryllingsmynd

Hljómsveitin ófrýnilega Lordi frá Finnlandi mun fara með aðalhlutverkið í hryllingsmyndinni Dark Floors sem verður frumsýnd í lok ársins. Meðlimir sveitarinnar eiga einnig þátt í handriti myndarinnar, auk þess sem þeir syngja titillagið.

Kiddi Bigfoot opnar Gauk á Stöng á ný

„Ég er að vinna í plönunum, skoða hverju ég ætla að breyta. Staðurinn opnar svo eftir rúmlega mánuð,“ segir Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, sem keypt hefur rekstur skemmtistaðarins Gauks á Stöng af fasteignafélaginu Eik.

Gráta næstum á hverjum degi

Tónleikaferð þeirra Eyjólfs Kristjánssonar og Stefáns Hilmarssonar um landið til að kynna plötuna „Nokkrar notalegar ábreiður“ hefur gengið mjög vel.

Gís send heim

Mikil spenna var í Vetrar­garðinum í Smáralind á föstudagskvöld þegar ljóst varð hvaða atriði kæmust í þriggja manna úrslitin í X-Factor. Að þessu sinni höfðu dómararnir ekkert að segja um úrslitin, atkvæði þjóðarinnar réðu öllu.

Sandler hljóp í skarðið

Gamanleikarinn Adam Sandler hljóp í skarðið fyrir David Letterman þegar hann veiktist skyndilega í maga og gat ekki stjórnað kvöldþætti sínum. Sandler átti að vera aðalgestur þáttarins þar sem hann ætlaði að kynna mynd sína Reign Over Me.

Afþakkaði afmælisboð

Ragnheiði Hanson, sem skipulagði tónleika Elton John á Laugardalsvelli hinn 1. júní árið 2000, var á dögunum boðið í sextugsafmæli breska tónlistarmannsins Elton John, sem verður haldið í Madison Square Garden í New York í kvöld. Þar mun Elton flytja öll sín þekktustu lög fyrir framan vini sína og vandamenn.

SMS fyrir hjónabandið

Eiginmaður söngkonunnar Pink, Carey Hart, segist halda hjónabandinu ástríðufullu með því að senda frúnni SMS skilaboð þar sem þau hittist ekki mikið vegna anna. Pink er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Justin Timberlake en Carey er atvinnumaður í mótorkrossi og opnaði nýverð þrjár tattoostofur.

Despó píparinn kaupir hafnarboltalið

Píparinn úr Desperate Housewives, James Denton, þarf ekki lengur að gera við pípurnar hjá Teri Hatcher til að komast í þriðju höfn. Ástæða þess er sú að hann hann hefur keypt lítið hafnarboltalið.

Kid Rock lögsækir konu

Rokkarinn Kid Rock hefur lögsótt konu að nafni Kelly Ann Kozlowiski fyrir að kæra hann fyrir að hrinda sér snjóskafl. Árásin á að hafa átt sér stað í síðustu viku. Kid Rock er sagður krefjast hárrar skaðabótagreiðslu vegna ærumeiðinga í hans garð.

Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran

Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna.

MK mætir MR í úrslitum Gettu betur

Menntaskólinn í Kópavogi bar sigurorð af Menntaskólanum við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Viðureignin var æsispennandi en eftir að öllum spurningum var lokið var staðan jöfn, 31 - 31. Grípa þurfti til bráðabana til þess að skera úr um hvor skólinn myndi mæta Menntaskólanum í Reykjavík í úrslitum á föstudaginn kemur. Í bráðabananum var það MK sem bar sigur úr býtum eftir að hafa tryggt sér tvö stig á móti engu stigi MH.

Arbandsúri Parisar stolið af flugvallarstarfsmanni

Það er ekki alltaf gott að vera þekktur fyrir mikið ríkidæmi eins og Paris Hilton hefur fengið að komast að. Á síðasta ári lenti hún í því að rándýru armbandsúri hennar var stolið við gegnumlýsingu á farangri hennar á LAX, alþjóðaflugvellinum í L.A.

Dagbækur Önnu Nicole til sölu á eBay

Einkaeigur Önnu Nicole Smith heitinnar ganga nú kaupum og sölum á netinu. Tvær handskrifaðar dagbækur stjörnunnar eru til sölu á vefsíðunni eBay og hefur þýskur kaupsýslumaður frá Hamborg boðið 512.500 dollara í bækurnar en það er jafngildi rúmra 34 milljóna íslenskra króna.

Jennifer Hudson sparkað

Söngkonan Jennifer Hudson er með kröfuharðan umboðsmann. Hún átti að koma fram í Seattle á árlegum hluthafafundi Starbucks keðjunnar en það varð þó ekki úr skemmtuninni þar sem umboðsmaður söngkonunnar þótti of kröfuharður fyrir hennar hönd.

Law lendir við áttunda mann í kvöld

Breski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Býður upp á augnhimnulestur

"Ég kenndi þeim að daðra, klæðast og snyrta sig. Öll þessi helstu atriði sem þarf til að gera allt vitlaust," segir Heiðar Jónsson snyrtir, sem þótti fara á kostum í orlofsferð húnvetnskra húsmæðra fyrir skemmstu.

Eva Ásrún syngur bakrödd í Framsókn

„Það var bara leitað til mín. Og ég á lausu. Mjög spennandi verkefni,” segir Eva Ásrún Albertsdóttir, sem hefur verið ráðin kosningastjóri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Heather Mills dansandi hress

Heather Mills, sem er að skilja við Bítilinn fyrrverandi Sir Paul McCartney, kom á dögunum fram í raunveruleikaþættinum Dancing With the Stars í fyrsta sinn. Hún fékk góða dóma.

Gáfuleg varfærni dugði Gísla ekki

Enn eitt spurningaljónið hefur nú verið að velli lagt í Meistaranum. Jón Pálmi Óskarsson læknir sigraði í sjöttu viðureign spurningaþáttar Loga Bergmanns hinn kunna gáfumann Gísla Ásgeirsson þýðanda í Meistaranum í gærkvöldi í hörkuspennandi viðureign. Fyrir viku fauk hinn fróði Sigurður G. Tómasson úr keppni og því má ljóst vera að ekki er fyrir veifiskata að ætla sér áfram í Meistaranum.

Spaugstofan í loftið með þrjúhundruðasta þáttinn

„Já, þetta er mikill áfangi. Sami mannskapurinn frá upphafi. Ég held, án þess að hafa rannsakað það vísindalega, að þetta sé einsdæmi,” segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.

Aflýst vegna ástarsorgar

Ástæðan fyrir því að söngkonan Amy Winehouse aflýsti tónleikum sínum í Los Angeles á dögunum var ástarsorg. Winehouse, sem gaf út plötuna Back to Black fyrr á árinu, hætti með kærasta sínum Alex Jones-Donelly fyrr í mánuðinum.

Keppt í ellefu greinum

Kringlan verður undirlögð hefilbekkjum, hárblásurum og heftibyssum í dag, þar sem hún hýsir Íslandsmót iðnnema. 75 keppendur frá tólf skólum keppa í ellefu iðngreinum. „Þetta er þriðja árið sem Íslandsmótið er haldið með þessum hætti, í verslunarmiðstöð. Það er gert með það fyrir augum að leyfa almenningi að njóta þess betur. Áður var það haldið inni í skólunum,“ sagði Gyða Dröfn Tryggvadóttir hjá Mennt, sem sér um skipulagningu mótsins í þriðja sinn í ár.

Vivica A. Fox handtekin fyrir ölvunarakstur

Leikkonan Vivica A. Fox, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt í stórmyndumum Kill Bill: Vol 1 og Independence Day, var handtekin í L.A. fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Vivica, sem er 42 ára gömul, var stoppuð seint á þriðjudagskvöld þegar hún þeysti eftir hraðbraut á Cadillacnum sínum á 129 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 105 km.

Avril Lavigne í góðu hjónabandi

Söngkonan Avril Lavigne segir í viðtali við tímaritið Jane að það besta sem hafi komið fyrir eiginmann sinn, Deryck Whibley söngvara hljómsveitarinnar Sum 41, hafi verið að kynnast sér. Þrátt fyrir að þau séu bæði frægir rokkarar eigi þau í góðu sambandi hvort við annað.

Nicole Richie með of lágan blóðsykur

Nichole Richie er nú við tökur á nýrri seríu af raunveruleikaþættinum The Simple Life ásamt vinkonu sinni, hótelerfingjanum Paris Hilton. Nicole hefur undanfarin misseri verið talin eiga við átröskun að stríða en hún hefur ekki staðfest það við fjölmiðla.

Lauslátir Íslendingar

„Já, þetta er leiðinleg þróun og neikvæð. Auðvitað viljum við að barneignir séu innan helgi hjónabandsins. Þannig bera menn virðingu fyrir sjálfum sér, maka sínum og börnum. Já, lauslæti er landlægt á Íslandi,” segir Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum.

Erkióvinir eigast við á sviði

Keppnin um titilinn Fyndnasti maður Íslands stendur nú sem hæst. Á síðasta undanúrslitakvöldinu, sem fram fer í Austurbæ í kvöld, munu erkióvinirnir Eyvindur Karlsson og Egill „Gillzenegger“ Einarsson stíga á svið til að skemmta salnum.

Framsóknarmenn missa sig í ræðustól á Klörubar

„Ef einhver heldur ennþá, að hér sé um grín að ræða eða þá að menn séu bara að fá sér einn léttan er það hinn mesti misskilningur. Sjaldgæfara er að menn fái sér bjór, heldur en kaffi eða vatn, enda er fólk saman komið til þess að rökræða um pólitík," segir Sturla S. Þórðarson sem búsettur er úti á Kanaríeyjum. Vikulega gengst hann fyrir stjórnmálafundum á Klörubar og segir hann miklu meira fjör í stjórnmálaumræðunni þar en á Íslandi.

Heilmikið húllumhæ

Haldið verður upp á 140 ára verslunarafmæli Borgarness í dag. Skólahljómsveit Akraness, undir stjórn Önnu Bjarkar Nikulásardóttur, fer fyrir skrúðgöngu frá Hyrnutorgi að Landnámssetri í fylgd unglinga úr Óðali í Borgarnesi klukkan 15.00. Verður förinni heitið að Landnámssetrinu þar sem viðamikil dagskrá verður haldin í allan dag. Víða annars staðar í bænum verða jafnframt ýmsar uppá­komur.

Stjörnuger í afmæli Einars Bárðar

Einar Bárðarson heldur upp á 35 ára afmæli sitt með bravúr á laugardagskvöld. Veislan verður í Vetrargarði Smáralindar og munu nokkrar helstu stjörnur hins íslenska tónlistarlífs troða upp til heiðurs umboðsmanni Íslands.

Valdís tekur sig aftur á flug

„Af hverju ekki? Ég er orðinn 47 ára og hugsaði með sjálfri mér að annað hvort er það núna eða aldrei,“ segir útvarpskonan góðkunna Valdís Gunnarsdóttir sem stundar nú nám í Flugfreyjuskólanum.

Veganesti fyrir framtíðina

Í öllu havarí-inu sem fylgja vill fermingum gleymist stundum raunveruleg ástæða þess að fermt er og hvað felst í þeirri helgiathöfn.

Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói

Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit."

Spennt fyrir stóra deginum

Gyða Björk Ólafsdóttir fermist í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd ásamt níu stelpum og einum strák.

Úrið týndist eftir viku

Magnús Jónsson leikari fermdist í Garðakirkju árið 1978 og hélt veislu í foreldrahúsum í Garðabæ. Magnús tók sér hlé frá æfingum á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu þar sem hann verður í hlutverki draugsins Gláms til þess að segja okkur frá fermingargjöfunum sem hann fékk.

Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi

„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“

Gott veganesti út í lífið

„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur.

Björgunarsveitin ferjaði gestina og orgelið baulaði

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir átti viðburðaríkan og eftirminnilegan fermingardag. Leikkonan Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikur um þessar mundir í barnasöngleiknum Abbababb eftir Doktor Gunna sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudögum.

Athyglin var næstum yfirþyrmandi

Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. "Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. "Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína.

Britney komin úr meðferð

Söngkonan Britney Spears hefur verið útskrifuð af meðferðarheimili í Kaliforníu eftir mánaðardvöl. Að sögn umboðsmanns hennar gekk meðferðin vel. „Við viljum biðja fjölmiðla um að virða einkalíf hennar og fjölskyldu hennar og vina á þessari stundu," sagði hann.

Sjá næstu 50 fréttir