Lífið

SMS fyrir hjónabandið

Hjónakornin Pink og Carey Hart eru dugleg að senda SMS
Hjónakornin Pink og Carey Hart eru dugleg að senda SMS MYND/Getty Images
Eiginmaður söngkonunnar Pink, Carey Hart, segist halda hjónabandinu ástríðufullu með því að senda frúnni SMS skilaboð þar sem þau hittist ekki mikið vegna anna. Pink er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Justin Timberlake en Carey er atvinnumaður í mótorkrossi og opnaði nýverð þrjár tattoostofur.

Pink og Carey giftu sig í janúar á síðasta ári á Costa Rica. Í viðtali við People segir Carey að þau hafi haldið upp á pappírsbrúðkaup sitt með því að fara í gott bað og njóta þess að vera saman. Þegar þau hafi ekki kost á að hittast þá séu þau hjónin í miklu sambandi og hringi hvort í annað þrisvar til fjórum sinnum á dag. Þess á milli sendi þau SMS skilaboð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.