Fleiri fréttir

Britney útskrifuð úr milljónameðferð

Poppprinsessan Britney Spears er útskrifuð úr áfengismeðferð sem hún hefur verið í undanfarnar vikur á Promises-meðferðarstofnuninni í Malibu. Talsmenn hennar segja að hún muni ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu og biður aðdáendur um að virða rétt hennar til einkalífs, hún ætli nú að sinna sonum sínum tveimur. Promises-meðferðarstofunin er ekki fyrir hvern sem er. 30 daga meðferð þar kostar jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna en boðið er upp á útsýni yfir hafið, afeitrun, ráðgjöf og 12-spora meðferð.

Spooky Jetson og The Portals í úrslit

Keppni á öðru kvöldi Músíktilrauna 2007 fór fram í Loftkastalanum í kvöld. Alls léku níu hljómsveitir fyrir gesti og keppnin var ekki síður spennandi en á fyrsta kvöldinu þegar hljómsveitirnar Loobylloo og Magnyl tryggðu sér sæti í úrslitum. Í kvöld komumst áfram hljómsveitirnar Spooky Jetson sem var kosin áfram af áhorfendum og The Portals sem dómnefndin ákvað að senda í úrslit.

Naomi þrífur klósett og skúrar gólf

Tískufyrirsætan Naomi Campbell mætti á háum hælum til vinnu í gær. Var þó ekki um hefðbundinn vinnudag að ræða hjá fyrirsætunni, heldur var hún að þrífa klósett og skúra gólf í sorpbirgðastöð í New York.

Heather Mills hrósað fyrir frammistöðuna

Heather Mills, sem nú stendur í harðvítugum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney, tekur nú þátt í danskeppninni Dansað með stjörnunum sem sýnd er á ABC sjónvarpsstöðinni. Hún tók danssporin í fyrsta sinn á mánudag og fékk mikið lof dómara fyrir frammistöðu sína.

Magnyl og Loobyloo áfram

Það voru nálægt 300 manns sem mættu á fyrsta undankvöld Músíktilrauna, Tónabæjar og Hins Hússins 2007 en það fór fram í kvöld. Níu hljómsveitir kepptust um að tryggja sér miða á úrslitakvöldið sem haldið verður laugardaginn 31. mars en hljómsveitirnar Magnyl og Loobyloo sem komust áfram. Loobyloo komst áfram á atkvæðum áhorfenda úr sal, en dómnefndin valdi Magnyl.

Charles prins að verða afi

Charles Bretaprins er að verða afi. Það eru þó ekki ungu prinsarnir Vilhjálmur og Harry sem bera ábyrgð á þeim gleðiviðburði heldur Tom Parker Bowles, sonur Camillu Parker-Bowls, frá fyrra hjónabandi, sem er að verða faðir í fyrsta skipti, 32 ára að aldri

Svefnlaus af ótta

Sienna Miller fær ekki mikinn svefn þessa dagana. Leikkonan sætir ofsóknum klæðskiptings sem kallar sig Peter, og hefur ráðið sér lífverði vegna ótta við hann. „Undarlegum bréfum rignir bókstaflega yfir Siennu. Aumingja stelpan hefur verið svo hrædd að hún getur ekki sofið,! sagði heimildarmaður Daily Star um ástandið hjá leikkonunni.

Simon Cowell: Ég sel fleiri plötur en Springsteen

Frábært gengi raunveruleikaþáttarins American Idol hefur svo sannarlega komið fram á bankareikningnum hans Simon Cowell. Í viðtali fréttaskýringarþáttarins 60 Minutes við Simon, sem verður sýnt Vestanhafs næsta sunnudagskvöld, segir Simon að hann selji fleiri plötur en Bruce Springsteen.

Meiri þrældómur Þórhalls

Gleði Þórhalls Gunnarssonar með hina nýju stöðu var tvíbent þegar Fréttablaðið náði af honum tali.

Hættið að kvarta

Leikkonan Elizabeth Taylor hefur gefið ungum stjörnum í Hollywood góð ráð varðandi framtíðina og segir að þær eigi að hætta að kvarta undan vandræðunum sem fylgi frægðinni. „Frægð kostar ykkur einkalíf ykkar. Þið eigið engan rétt á einkalífi,“ sagði Taylor í sjónvarpsviðtali við Entertainment Tonight.

Bogi sáttur við skipuritið

„Ég er mjög sáttur við þetta skipurit. Þetta eru nákvæmlega þær áherslur sem ég hef verið að berjast fyrir og því er hvorki fyrir klögumálum né kvörtunum hjá mér að fara. Það er verið að leggja áherslu á dagskrármálin sem er einmitt það sem Ríkisútvarpið á að ganga út á,“ segir Bogi Ágústsson en staða forstöðumanns fréttasviðs, sem hann gegndi, var lögð niður samkvæmt nýju skipuriti.

Inga Sædal send heim í X-Factor

Inga Sædal, elsti keppandinn í X-factor á Stöð 2, var send heim í gær og standa því einungis fjórir keppendur eftir í söngkeppninni.

Brúðkaup í vændum

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres og leikkonan Portia di Rossi ætla að ganga í það heilaga í sumar. Þær hafa verið saman síðan árið 2004. Di Rossi, sem er hvað frægust fyrir leik sinn í Ally McBeal, og síðar Arrested Development, var þá nýhætt með söngkonunni Francescu Gregorini, stjúpdóttur Ringo Starr.

Ekkert plat þótt fermingin sé 1. apríl

Eitt þeirra barna sem fermist í Bjarnarneskirkju í Hornafirði á pálmasunnudag er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Hann brá sér í bæinn um síðustu helgi til að festa kaup á skóm fyrir ferminguna en jakkaföt var hann búinn að kaupa í versluninni Lóninu á Höfn.

Stelpulegar greiðslur

"Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti.

Finnst skemmtilegt í fermingarfræðslunni

Stefán Sigurjónsson fermist hinn 24. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segist hafa verið ákveðinn í að láta ferma sig frá því að hann var tíu ára. „Allir í bekknum mínum ætla að láta ferma sig en við fermumst ekki öll í einu því við erum svo mörg,“ segir Stefán.

Hlakkar til að hitta gestina

Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. "Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum.

Breyttist í litla konu

„Ég átti mjög skemmtilegan dag,“ segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening.“

Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís

Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti.

Cowell: Ég er meiri stjarna en Springsteen

Ljúfmennið lítilláta Simon Cowell lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að hann væri fimm sinnum meiri stjarna en Bruce Springsteen. Í spjallinu kom það til tals að Springsteen hefði gert nýjan samning við Sony, sem færði honum 100 milljónir dollara. Cowell sagði þá að hann hefði selt miklu fleiri albúm en Springsteen undanfarin ár. Hann ætti því skilið að fá 500 milljónir dollara.

Jimmy Somerville á Hinsegin dögum

Tónlistarmaðurinn Jimmy Somerville kemur fram á Hinsegin dögum 11. og 12. ágúst næstkomandi. Jimmi er líklega þekktastur fyrir lögin Smalltown Boy og Don´t Leave Me This Way. Hann náði hátindi frægðar sinnar á níunda áratugnum með hljómsveitunum Bronski Beat og The Communards. Síðan hefur Jimmy átt farsælan sólóferil.

Módel á rassinum

Það þykir spaugilegt þegar fyrirsætur detta í miðri tískusýningu. Það var einmitt það sem kom fyrir á tískusýningu MAX Factor á miðvikudagskvöld. Strandvarðaskvísan Carmen Electra var ein af fyrirsætunum. Gekk henni vel, allt þar til hún var að ljúka við að ganga eftir rananum, en þá rann hún til og datt á rassinn.

Lykillinn að hjónabandinu er að tala saman

Leikkonan Jada Pinkett Smith segir að lykillinn að góðu hjónabandi sé að eiga í góðum samskiptum við maka sinn. Hún tali ekki við neinn um vandamál sín nema eiginmann sinn, leikarann Will Smith.

Sonur Angelinu grét við fyrstu kynni

Leikkonan Angelina Jolie hefur ættleitt lítinn dreng frá Víetnam. Fyrstu kynni leikkonunnar við nýjan son sinn gengu ekki áfallalaust fyrir sig en hún sótti hann á munaðarleysingahæli í borginni Ho Chi Minh í gær. Drengurinn litli, sem er aðeins þriggja ára gamall, byrjaði að gráta hástöfum þegar Angelina beygði sig niður til að spjalla við hann.

Bílnúmerið hjá Eika Hauks var notað í leyfisleysi

„Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið," segir Kristinn Gísli Guðmundsson. En á mánudagskvöldinu fékk hann símhringingu frá góðum félögum sem vinsamlegast bentu honum á að horfa á myndbandið við framlag Íslendinga í Eurovision, Valentines Lost.

Jolie ættleiðir í Víetnam

Ættleiðing leikkonunnar Angelinu Jolie á þriggja ára dreng frá Víetnam er gengin í gegn. Jolie sótti drenginn á munaðarleysingjahælið þar sem hann bjó og fylgdust fjölmiðlar með hverju fótmáli hennar. Með henni í för var fimm ára sonur hennar Maddox.

Framdi sjálfvíg

Úrskurðað hefur verið að Brad Delp, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Boston, hafi framið sjálfsvíg. Delp, sem var 55 ára, eitraði fyrir sjálfum sér á heimili sínu í bænum Atkinson í New Hampshire. „Það er gott að vita að hann geti loksins farið í friði,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu hans.

Ánægð með nýja stílinn

Leikkonan Reese Witherspoon er ánægð með að vera skilgreind sem tískutákn eftir skilnað sinn við Ryan Phillippe á síðasta ári. Reese vakti mikla athygli í gulum kjól og með nýja hárgreiðslu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. „Mér finnst ég líta allt öðruvísi út en ég hef áður gert. Og er ánægð með það,“ segir Reese sem á nýtt útlit sitt hönnuðinum Olivier Theyskens hjá Ninu Ricci að þakka. „Ég hef áður verið með stílista en þessa dagana geri ég allt sem Olivier vill.“

Njóta stuðningsins

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Vesturland fór fram á Akranesi um síðustu helgi. Svo skemmtilega vildi til að stúlkurnar sem lentu í þremur efstu sætunum eru bestu vinkonur til margra ára. Agla Harðardóttir hreppti titilinn, Helena Rúnarsdóttir lenti í öðru sæti og það þriðja hlaut Fríða Ásgeirsdóttir.

Brotinn Vignir Snær en ekki beygður

„Ég datt í hálkunni fyrir utan upptökuverið mitt í morgun [gær] og braut bein í vinstri upphandlegg,“ segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikarinn góðkunni og tónlistarstjóri sjónvarpsþáttarins X-Factor. Vignir tók enga áhættu og hringdi á sjúkrabíl sem flutti hann á slysavarðstofuna þar sem gert var að brotinu.

Venus - fjórar stjörnur

Maurice og Ian eru leikarar sem mega muna fífil sinn fegurri. Áður fylktu áhorfendur liði í leikhúsið til að berja þá augum en nú er liðið á ævikvöldið og hlutverkin ekki upp á marga fiska; Maurice fær stöku sinnum að geispa golunni í kvikmyndum en Ian hefur enn vott af sjálfsvirðingu og tekur ekki í mál að leika lík. Fyrir utan hvorn annan eiga þeir félagsskap í fáum og lifa nánast sem hjón, graðga í sig pillum saman á morgnana, klippa táneglurnar hvor á öðrum og lesa minningargreinar um fallna kollega.

Carmen Eelctra tekur heimilið fram yfir tjúttið

Kynbomban Carmen Electra, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt í Strandvörðum, er nýskilin við Rockstardómarann Dave Navarro. Carmen segir að eftir að skilnaðinn hafi hún ekki haft gaman af því að fara á skemmtistaði. Henni finnist miklu skemmtilegra að vera heima í góðra vina hópi. Lífið snúist ekki lengur um að fara út á lífið.

Tori Spelling orðin mamma

Beverly Hills 90210 leikkonan Tori Spelling hefur eignast dreng með manni sínum, leikaranum Dean McDermott. Þau Tori og Dean trúlofuðu sig um jólin 2005 og gengu í það heilaga hálfu ári síðar á Fijieyjum.

Hæ, þetta er Heather

Breska lögreglan hefur varað Heather Mills, brátt fyrrverandi eiginkonu Sir Pauls McCartneys, við því að hringja of oft í neyðarnúmer lögreglunnar til þess að kvarta undan ljósmyndurum. Talsmaður lögreglunnar upplýsti ekki hversu oft hún hefði hringt, en sagði að í nokkur skipti hafi lögreglan farið að heimili hennar og talið þá ferð ástæðulausa.

Henrik prins vill verða kóngur

Danskir fjölmiðlar segja nokkuð háðskir frá því að Henrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar drottningar vilji fá konungstitil. Prinsinn hafði orð á þessu í viðtali við franska blaðið Point de Vue. Prinsinn vísar til jafnréttis karla og kvenna. Kona sem í dag kvænist konungi fái titilinn drottning. Karlmaður fái hinsvegar ekki konungstign við að kvænast drottningu.

Daðar Íslands stofna hagsmunafélag

Nýstofnað hagsmunafélag íslenskra Daða er ein nýjasta viðbótin í síbreytilega Myspace-flóruna. Á vinalista félagsins má nú þegar finna tæplega þrjátíu Daða, og frá því að síðan fór í loftið í síðustu viku hefur hún verið heimsótt yfir 3.000 sinnum, að sögn forsvarsmannsins Daða Rúnars Péturssonar. „Við samþykkjum bara Daða sem vini á síðunni, fyrir utan Arnþór Jón Þorvarðsson, sem er guðfaðir samtakanna,“ sagði Daði Rúnar.

Hayek ófrísk

Leikkonan Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni með franska viðskiptajöfrinum Francois-Henri Pinault. Að auki eru þau skötuhjú búin að setja upp hringana. Ekki hefur verið gefið upp hvenær barnið kemur í heiminn.

Vona að ég nái fimmtugu

Baldur Trausti Hreinsson, leikari, er fertugur í dag. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í vikunni þótti leikaranum varla um stórt afmæli að ræða. „Í sjálfu sér ekki. En þetta er ákveðinn áfangi, jú. Ég er búinn að kvíða þessu svolítið, en ég er að jafna mig,“ sagði Baldur. „Þetta er eins og einhver sagði, það er annað hvort þetta eða að fara hina leiðina. Ég held að þessi sé skárri,“ bætti hann við.

Kveikti í hárinu á sér á Loftleiðum

„Allir eru alveg rosalega ánægðir og þetta gekk mjög vel," segir Auðunn Blöndal en um helgina fóru fram áheyrnarprufur fyrir raunveruleikaþáttinn Leitin þar sem ærslabelgjatríóið Strákarnir reynir að finna arftaka sinn. Félagarnir voru mættir klukkan hálf tíu á sunnudagsmorgni og voru ekki komnir til síns heima fyrr en laust eftir miðnætti.

Rómantískt afmæli Pete

Ofurfyrirsætan Kate Moss kom kærastanum Pete Doherty á óvart á afmæli hans á mánudaginn. Kate leigði þyrlu fyrir þau skötuhjúin sem flutti þau á rólegan stað úti á landi þar sem þau fóru í lautarferð.

Jolie ættleiddi dreng frá Víetnam

Kvikmyndastjarnan Angelina Jolie hefur ættleitt þriggja ára gamlan víetnamskan dreng. Hún sótti drenginn á munaðarleysingjahæli í Ho Chi Minh-borg í gær. Þetta er þriðja barnið sem Jolie ættleiðir en áður hefur hún ættleitt börn frá Kambódíu og Eþjópíu, auk þess á hún eitt barn sjálf með leikaranum Brad Pitt.

Handmáluð hauskúpa

Róbert Stefánsson handmálaði hauskúpu á Mözduna sína með airbrush-tækni. Verkið kallaði á nokkurn undirbúning. Í öðru auga kúpunnar er rautt díóðu-ljós sem bora þurfti fyrir.

Mischa Barton slæm fyrirmynd

Leikkonan Mischa Barton úr O.C. er ekki góð fyrirmynd litlu systur sinnar, Haniu, en Hania er nýkomin úr meðferð. Mischa var úti að skemmta sér með vinum sínum á Anchor barnum í NY. Hún skemmti sér með drykk í hönd og dansaði við lög Madonnu, Beyonce og Nelly Furtado. Kvöldið var þó ekki eintóm skemmtun.

Tískuhönnuður kærður fyrir nauðganir

Tískuhönnuðurinn Anand Jon, sem er þekktur meðal stjarnanna Vestanhafs, hefur verið handtekinn fyrir tvær nauðganir. Anand er sagður hafa misþyrmt fjórum mismunandi fórnarlömbum frá október 2004 fram til dagsins í dag. Ofan á nauðgunarkærurnar tvær er hann kærður fyrir kynferðislega líkamsárás og að hafa framið brot gegn tveimur börnum. Yngsta fórnarlambið er 15 ára.

Sarah Jessica Parker með eigin fatalínu

SATC stjarnan Sarah Jessica Parker er að fara að selja sína eigin fatalínu undir nafninu Bitten. Sarah hélt hádegisfund með tískuritstjórum á veitingastaðnum Indochine í gær. Samkvæmt heimildum NY Post mun línan verða fáanleg í versluninni Steve & Barry's, sem er lágvörukeðja með eina búð í verslunarmiðstöð á Manhattan.

Sjá næstu 50 fréttir