Law lendir við áttunda mann í kvöld 23. mars 2007 10:30 Jude Law hefur tekið miklu ástfóstri við land og þjóð og ætlar að þessu sinni að kynna sér næturlíf höfuðborgarinnar. Breski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur hópurinn þegar pantað sér herbergi á 101 hótel við Hverfisgötuna og þaðan ætla þeir að leggja af stað út í næturlíf höfuðborgarinnar. Vitað er að hópurinn hefur hug á því að kynna sér einn vinsælasta stað borgarinnar, Óliver, og er ekki útilokað að Law og vinir leggi hann undir sig um helgina enda hefur Óliver verið vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna sem hingað koma. Og er þar skemmst að minnast leikhópsins úr Flags of our Fathers sem voru fastagestir þar. Einkalíf Jude Law hefur verið töluvert í sviðsljósinu eftir að hann sagði skilið við Siennu Miller. Leikarinn hefur verið orðaður við ófáar yngismeyjarnar, þar á meðal Höllu Vilhjálmsdóttur og bandarísku glamúrgelluna Lindsay Lohan. Eins og kemur fram í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins, hefur Unnur Birna afþakkað dómarastarf í Herra Heimi í Kína vegna anna í námi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum hugðist forsetafrúin Dorrit Moussaieff kynna góðvin sinn Law fyrir fegurðardrottningunni yfir kvöldverði á Bessastöðum síðast þegar Law var hér á landi en það datt upp fyrir vegna anna hjá forsetaembættinu. Ekki er vitað hvort Dorrit ætlar að reyna aftur en forsetahjónin ku vera á landinu að þessu sinni. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Breski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur hópurinn þegar pantað sér herbergi á 101 hótel við Hverfisgötuna og þaðan ætla þeir að leggja af stað út í næturlíf höfuðborgarinnar. Vitað er að hópurinn hefur hug á því að kynna sér einn vinsælasta stað borgarinnar, Óliver, og er ekki útilokað að Law og vinir leggi hann undir sig um helgina enda hefur Óliver verið vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna sem hingað koma. Og er þar skemmst að minnast leikhópsins úr Flags of our Fathers sem voru fastagestir þar. Einkalíf Jude Law hefur verið töluvert í sviðsljósinu eftir að hann sagði skilið við Siennu Miller. Leikarinn hefur verið orðaður við ófáar yngismeyjarnar, þar á meðal Höllu Vilhjálmsdóttur og bandarísku glamúrgelluna Lindsay Lohan. Eins og kemur fram í Sirkus, fylgiblaði Fréttablaðsins, hefur Unnur Birna afþakkað dómarastarf í Herra Heimi í Kína vegna anna í námi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum hugðist forsetafrúin Dorrit Moussaieff kynna góðvin sinn Law fyrir fegurðardrottningunni yfir kvöldverði á Bessastöðum síðast þegar Law var hér á landi en það datt upp fyrir vegna anna hjá forsetaembættinu. Ekki er vitað hvort Dorrit ætlar að reyna aftur en forsetahjónin ku vera á landinu að þessu sinni.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira