Fleiri fréttir

Britney í heitum leik

Britney Spears virðist ekkert ætla að hægja á ferðinni með drykkju sinni og lífernið er að verða villtara og villtara með hverjum deginum. Breska götublaðið The Sun birti myndir af söngkonunni í annarlegu ástandi á New York Club One þar sem hún skellti nokkrum velvöldum tekíla-staupum í sig.

Jude Law á skautum í Laugardal

„Hann kom mér fyrir sjónir eins og venjulegur maður í fríi með börnunum sínum,“ segir June Clark í Skautahöllinni í Laugardal sem tók á móti stórleikaranum Jude Law á þriðjudag. Jude Law eyddi um klukkustund á svellinu í Laugardal með börnum sínum þremur og barnfóstru, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hann hér í vikulöngu fríi.

Risaklámráðstefna í Reykjavík

Dagana 7. til 11. mars verður haldin í Reykjavík mikil klámráðstefna en 150 manns eru á leið til landsins þar sem þeir munu ræða eitt og annað sem við kemur klámbransanum. Og skemmta sér í rækilega.

Lager Indriða til sölu

Lager Indriða klæðskera, heitins, er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn og verður til sölu í tvær vikur, frá næstkomandi sunnudegi til 3. mars, í Saltfélaginu við Grandagarð 2.

Robbie þakkað fyrir

Fyrrum félagar Robbie Williams í strákasveitinni Take That hafa óskað Robbie alls hins besta í meðferðinni sem hann skráði sig í á dögunum og vonast til að hann jafni sig sem allra fyrst.

Týndi trúlofunarhringnum í Smáralind

Katrín Ósk Vilhjálmsdóttir, unnusta Gylfa Víðissonar keppanda í X-Faktor, vaknaði upp við vondan draum í Vetrargarði Smáralindar á föstudaginn fyrir viku. Katrín var þar stödd til að styðja við bakið á sínum manni þegar hún veitti því athygli að trúlofunarhringurinn sem Gylfi gaf henni um jólin var horfin af baugfingri hennar.

Pink á sýrutrippi á McDonald’s

Það virðist ótrúlegt en satt, að 10% af bandarísku þjóðinni hefur starfað fyrir hamborgarakeðjuna McDonalds’s, samkvæmt heimildum America Online. Fréttasíðan hefur tekið saman tíu frægustu starfsmenn keðjunnar fyrr og síðar en meðal þeirra eru leikkonan Sharon Stone, skemmtikrafturinn Jay Leno og söngkonurnar Shania Twain og Pink.

Eminem hvatti Kim til sjálfsmorðstilraunar

Rapparinn Eminem hefur í mörg ár átt í stormasömu sambandi við æskuást sína, Kim Mathers. Eru þau tvígift og -skilin og hafa því gengið í gegn um súrt og sætt saman. Nú hefur Kim viðurkennt að hún hafi reynt að fyrirfara sér vegna framferðis Eminem í hennar garð.

Ég fékk mitt

OJ Simpson segir að hann hafi fengið borgað, jafnvel þótt umdeild bók hans um morðin á fyrrverandi eiginkonu hans og kærasta hennar, hafi aldrei komið út. Bókin hét: "Eg ég hefði gert það, hefði ég gert það svona." Simpson segir í viðtali við dagblað í Flórída að hann hefði sagt útgefandanum að hann vonaði að bókin yrði aldrei gefin út.

Dóttir Trumps lítt hrifin af París Hilton

Ivanka Trump, dóttir mógúlsins, Dónalds, brást reið við þegar reynt var að líkja henni við París Hilton. Hún sagði, ákveðið, að þær væru ekki um neitt líkar. Hún hefði alltaf þurft að vinna fyrir þeim peningum sem hún hefði fengið, og væri orðin hundleið á að verið væri að bera þær saman.

Beyonce á baðfötum

Myndir af söngkonunni BeyoncéKnowles prýða baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustratied fyrir árið 2007. Einnig eru í tímaritinu myndir af þekktum nöfnum úr tónlistarheiminum á borð við Kanye West, Aerosmith og Gnarls Barkley við hlið léttklæddra fegurðardísa.

Bollur í bílförmum

Bolludagurinn gengur í garð á mánudag og eru margir eflaust farnir að huga að bollubakstri. Þeir sem ekki baka þurfa þó ekki að sitja uppi bollulausir, því bakarar landsins hafa brett upp ermarnar og framleiða kræsingarnar á færibandi.

Ólögleg Siv er ekkert sár

„Ég er rífandi stolt af nafni mínu, er fædd og skírð upp á norska vísu í Nordstrandkyrkje,“ segir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún er spurð um nýlegan úrskurð mannanafnanefndar um að nafnið Siv samræmist ekki íslenskri hefð. „Ég fæ vonandi að komast aftur inn í landið,“ bætti Siv við en ráðherra var staddur í Brussel þegar Fréttablaðið ræddi við hana.

Dæmdur sekur

Leikarinn Omar Sharif hefur fengið skilorðsbundinn dóm og verið gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið eftir að hann játaði sig sekan um að hafa ráðist á bílastæðavörð.

Abdul neitar drykkjusögum

Idoldómarinn Paula Abdul segist aldrei hafa verið drukkin, hvorki í raunveruleikaþáttunum American Idol né nokkurn tíman, fyrr né síðar. Að auki segist hún aldrei hafa tekið lyf af neinu tagi sér til dægrastyttingar.

Tara bregst við bólferðasögum

Leikkonan Tara Reid er brjáluð út í klámkónginn Joe Francis fyrir að ljóstra því upp að hann hafi sængað hjá henni. Ekki er ljóst hvort hún er reiðust yfir því, eða þeirri yfirlýsingu Francis að hún sé álíka spennandi og hveitisekkur, í bólinu. "Hún bara liggur þarna," sagði dóninn.

Villtar nætur Britney Spears

Það fer ekki fáum sögum af tjúttinu hjá henni Britney Speras. Á meðan kollegar hennar í tónlistarbransanum fóru á Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðustu helgi var Britney á djamminu í New York. Hún virðist nær því að hampa verðlaunum fyrir mesta djammið þessa dagana frekar en Grammy verðlaunum.

Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ?

Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel.

Leo ennþá með ísra-elskunni sinni

Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu."

Hún er svo góð

Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti

Holdafar fær mesta athygli

Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli. Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla.

Anna Nicole vildi ekki læknishjálp

Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans.

Robbie í afvötnun

Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar.

Hamingjusöm í afvötnun

Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum.

Jude Law á Íslandi

Samkvæmt heimildum Vísis.is var Jude Law að lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann kom með síðdegisvél Icelandair frá London. Með honum í för voru þrjú börn hans og barnfóstra.

Dressin á Grammy

Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar leyfa sér oft að vera aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu.

Fíkniefni í ísskáp Önnu Nicole

Andlát Önnu Nicole Smith hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar reyna að gera sem mest úr því. Til að mynda hefur fréttasíðan TMZ komist yfir myndir sem sagðar eru vera úr ísskáp hennar. Ískápurinn var í svefnherbergi Önnu Nicole í íbúð hennar á Bahamas. Þar mátti meðal annars finna ávanabindandi vímuefnið methadone og nokkrar dósir af megrunarlyfinu Slim-Fast, en Anna Nicole var talsmaður TRIMPSA fyrirtækisins sem framleiðir það.

Fótbolta-barna-sprengja

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð. Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni.

Með 70 grafir í bakgarðinum

Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu.

Anna Nicole Smith vildi deyja

Skömmu fyrir andlát sitt sagði fyrirsætan Anna Nicole Smith vinkonu sinni að lífið væri að buga sig. „Ég get ekki haldið áfram, lífið er að drepa mig,“ sagði Anna grátandi í símtali. Hún var undir áhrifum fjölda lyfja en mikil lyfjaneysla hafði sett sitt mark á hana. Anna hringdi í vinkonu sína skömmu eftir að hún kom á hótelið í Flórída þar sem hún lést 48 klukkustundum síðar.

Fréttir af fólki

Söngkonan Celine Dion ætlar að flytja lagið I Knew I Loved You á næstu óskarsverðlaunahátíð, sem verður haldin í Los Angeles 25. febrúar. Lagið er tileinkað ítalska tónskáldinu Ennio Morricone, sem fær afhentan heiðursóskar á hátíðinni.

Gifting á Hawaii

Tvær af stjörnum sjónvarpsþáttarins vinsæla Lost, þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly, ætla að gifta sig í júlí. Monaghan, sem leikur Charlie, og Lilly, sem leikur Kate, hafa átt í ástarsambandi undanfarin misseri og vilja nú ganga upp að altarinu. Athöfnin verður látlaus og mun fara fram á meðan þau eru í sumarfríi frá tökum á Lost. Athöfnin fer fram á Hawaii, þar sem ástarblossinn á milli þeirra kviknaði við tökur á þættinum.

Langar að ættleiða

Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjölskyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar.

Átta ár eru ágætis törn

Bjarni Daníelsson lætur af störfum sem óperustjóri Íslensku óperunnar í lok þessa starfsárs í júní næstkomandi.

Lýðræðið nema hvað?

ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál.

Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla

Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi.

Úr sveppunum í sollinn

„Ég ætla að gera sem allra minnst. Laga klósettaðstöðuna og gera barinn huggulegri. En ég ætla að reyna að halda sama andanum. Halda í gamla kúnna og fá helst aðra nýrri,“ segir Ragnar Kristinn Kristjánsson fyrrverandi Flúðasveppagreifi. Hann hefur nú keypt sér Næsta bar við Ingólfsstræti.

Af skurðstofunni í Kauphöllina

Ingunn Wernersdóttir er fædd árið 1964, næstyngst fimm systkina og fékk smjörþefinn af viðskiptalífinu í heimreiðinni en faðir hennar er Werner Rasmusson, einn af mest áberandi karakterum atvinnulífsins hér á árum áður. Werner er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hann á árum áður í ýmsum apótekum auk Pharmaco og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í mörg ár og síðar stjórnarformaður.

Skrautlegt líf Playboy-kanínu

Fyrrverandi Playboy-kanínan Anna Nicole Smith lést á fimmtudagskvöldið. Hún fannst látin á Seminole Hard Rock Casino sem staðsett er rétt fyrir utan Miami.

Fréttir af fólki

Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner eiga von á sínu fyrsta barni saman. Eru þau vitaskuld mjög spennt og geta varla beðið eftir frumburðinum. Costner kvæntist Christine í september árið 2004.

Elle lifir skírlífi

Hún er falleg, farsæl og viðurnefni hennar – líkaminn – á sannarlega vel við. En það virðist ekki hjálpa Elle Macpherson að finna ástina. Í viðtali við Esquire tímaritið sagði hún að fyrir utan stutt ástarævintýri síðasta sumar hafi hún verið einhleyp og lifað skírlífi síðustu tvö ár. “Menn reyna bara ekki við mig. Hversu glatað er það?”

Graskersbaka gerði útslagið

Rússneskur maður skildi við eiginkonu sína til 18 ára eftir að komast að því að hún hafði gefið honum ódýr grasker í staðinn fyrir kúrbít. Ivan Dimitrov, 47, var niðurbrotinn eftir að hann komst af því að hafa fengið graskersbökur í staðinn fyrir kúrbítsbökur. Dimitrov er frá Voronezh í Rússlandi. Þegar hann fór að finna graskersbörk í ruslinu réði hann umsvifalaust lögmann til að fá skilnað sem fyrst við konu sína, hina 38 ára gömlu Irenu.

Niðurstöðu krufningar beðið

Niðurstöðu krufningar á líki leikkonunnar og Playboy fyrirsætunnar Önnu Nichole Smith er nú beðið. Vonast er til að hún leiði í ljós hvort dauða hennar bar að með eðlilegum hætti eða ekki. Smith fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í Flórída en var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi eftir að lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Sjá næstu 50 fréttir