Lífið

Dressin á Grammy

Fergie var heit í dökksilfruðum kjól
Fergie var heit í dökksilfruðum kjól

Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar eru oft aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu.

Hilary Duff var í bronslituðum kjól og kát með það
Dressið, sem var skothelt hjá dívunum í gærkvöldi, var málmlitaður, hnésíður kjóll, hvort sem var í gulli, silfri eða bronsi. Þær voru nokkrar sem skörtuðu slíkum kjólum en þó gætti ýmissa grasa hjá dívunum, enda væri leiðinlegt ef tískan væri einhæf á slíkum atburði.
Beyonce er alltaf flott í tauinu og var engin undantekning á því í þetta skiptið, var hún í glæsilegum ljósum silfurkjól sem fór henni vel

Það er því spurning hvort dressin í gær gefi vísbendingu um hvað verður heitast í tískunni á næsta misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.