Lífið

Fréttir af fólki

Söngkonan Celine Dion ætlar að flytja lagið I Knew I Loved You á næstu óskarsverðlaunahátíð, sem verður haldin í Los Angeles 25. febrúar. Lagið er tileinkað ítalska tónskáldinu Ennio Morricone, sem fær afhentan heiðursóskar á hátíðinni.

Morricone útsetti lagið fyrir myndina Once Upon a Time in America sem kom út 1984 í leikstjórn Sergio Leone. Nýja útgáfan af laginu verður á væntanlegri safnplötu hins 78 ára Morricone og á næstu plötu Dion. Morricone hefur fimm sinnum verið tilnefndur til óskarsins, fyrir tónlist sína í myndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena.

 

f

JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, syrgir mjög endalok þessarar vinsælu bókaseríu. „Ég vissi alltaf að sagan af Harry myndi enda í sjöundu bókinni, en að kveðja verkefnið var álíka erfitt og ég bjóst við,“ sagði Rowling. „Þrátt fyrir að ég syrgi nú mikið finnst mér ég hafa áorkað mjög miklu. Ég get varla trúað því að ég hafi loksins skrifað endinn sem ég hef verið að undirbúa í svona mörg ár. Síðasta bókin er væntanleg í Bretlandi hinn 21. júlí en hér á landi með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.