Lífið

Lýðræðið nema hvað?

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál.

Dagskráin hefst á morgun þegar Jón Ólafsson heimspekingur ræðir um lýðræðishugtakið í samtímanum en að erindi hans loknu munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna taka þátt í pallborðsumræðu um þetta brýna málefni ásamt því að svara fyrirspurnum úr sal.

Fundirnir hefjast stundvíslega kl. 12.15 og eru þeir haldnir í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar Hringbraut 112 á 4. hæð.

Fundirnir eru öllum opnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.