Lífið

Hún er svo góð

Shilpa Shetty.
Shilpa Shetty.

Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti til þess að forða því að hún fremji sjálfsmorð.

Framkoma þáttakenda í Big Brother við Shilpu varð að milliríkjamáli milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra lét það til sín taka. Ráðist var á Silpu vegna uppruna hennar og hún kölluð illum nöfnum.

Tugþúsundir sjónvarpsáhorfenda hringdu í Channel 4, til þess að mótmæla, og mikil hatursbylgja reis gegn þeim sem réðust hvað harkalegast á indversku leikkonuna. Jo O'Mera, sem er 27 ára gömul, tók það svo nærri sér að hún hefur ekki farið út úr húsi síðan. Hún er hætt að borða, vill ekki tala við neinn, og óttast er að hún svipti sig lífi.

Hin júfa Shilpa ætlar nú að hitta Jo og hugga hana; "Ég veit að hún er góð manneskja og ég vil bara segja henni að ég beri engan kala til hennar. Hún á í miklum erfiðleikum og ég vorkenni henni mikið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.