Lífið

Robbie í afvötnun

Robbie Williams.
Robbie Williams.

Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar.

Robbie Williams hefur átt við mikla örðugleika að stríða síðan hljómsveitin "Take That" leystist upp. Hann hefur ítrekað farið í afvötnun bæði vegna lyfjanotkunar og ofdrykkju. Undanfarið hefur hann verið þunglyndur. Fréttamaður Sky sjónvarpsstöðvarinnar, sem ræddi við hann nýlega, segir að hann hafi tekið mjög nærri sér hversu illa nýjasta albúmið hans, Rudebox, hefur selst.

Þá hefur hann undanfarin misseri verið að reyna að vinna sér sess í Bandaríkjunum, en það hefur ekki tekist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.