Lífið

Fréttir af fólki

Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner eiga von á sínu fyrsta barni saman. Eru þau vitaskuld mjög spennt og geta varla beðið eftir frumburðinum. Costner kvæntist Christine í september árið 2004.

Hann á þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Hinn 52 ára Costner sló rækilega í gegn í myndinni Dansar við úlfa árið 1990. Var hún valin besta myndin og Costner kjörinn besti leikstjórinn. Síðasta mynd Costners á hvíta tjaldinu var The Guardian þar sem hann lék á móti Ashton Kutcher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.