Lífið

Jude Law á skautum í Laugardal

Fjölskyldumaður á Íslandi. Breski leikarinn Jude Law dvelst nú í vikutíma á Íslandi með börnum sínum þremur. Hann skellti sér á skauta í Laugardal á þriðjudaginn.
Fjölskyldumaður á Íslandi. Breski leikarinn Jude Law dvelst nú í vikutíma á Íslandi með börnum sínum þremur. Hann skellti sér á skauta í Laugardal á þriðjudaginn. MYND/Getty

„Hann kom mér fyrir sjónir eins og venjulegur maður í fríi með börnunum sínum,“ segir June Clark í Skautahöllinni í Laugardal sem tók á móti stórleikaranum Jude Law á þriðjudag. Jude Law eyddi um klukkustund á svellinu í Laugardal með börnum sínum þremur og barnfóstru, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hann hér í vikulöngu fríi.

„Það þekkti hann enginn þegar hann kom hingað og hann fékk alveg að vera í friði. Það var líka bara einn bekkur af skólakrökkum hér,“ segir June Clark enn fremur.

Koma Jude Law hingað til lands hefur vakið mikla athygli eftir að Fréttablaðið sagði frá ferðum hans. Law er þekktur kvennaljómi og bjuggust margir við því að hann myndi láta sjá sig á skemmtistöðum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er það þó ekki á döfinni, hér ætlar hann bara að njóta lífsins í rólegheitum með börnum sínum.

June Clark segir leikarann hafa komið vel fyrir en neitar því að hann hafi heillað hana upp úr skónum. „Ég er nú bara kona á besta aldri svo það var ekkert svoleiðis. En þetta er myndardrengur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.