Lífið

Holdafar fær mesta athygli

Grönn fyrirsæta í sundfötum á sýningarpalli
Grönn fyrirsæta í sundfötum á sýningarpalli MYND/AP

Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli.

Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla.

,,Við teljum það að banna ákveðnum fyrirsætum að taka þátt í tískuvikunni ekki vera rétta ákvörðun. Það felur í sér mjög mikla mismunun. Það er ekki hægt að segja hvort fyrirsæta þjáist af átröskun eingöngu með því að líta á hana eða vigta", sagði Hilary Riva, framkvæmdastjóri bresku tískuvikunnar í samtali við Reuters.

Tískuheimurinn virðist vera að átta sig á því að fyrirsæturnar eru margar hverjar of grannar. Það mun taka langan tíma, en almenningur og fjölmiðlar virðast samkvæmt þessu vera farnir að taka málin í sínar hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.