Lífið

Dæmdur sekur

Leikarinn þarf að sækja reiðistjórnunarnámskeið á næstunni.
Leikarinn þarf að sækja reiðistjórnunarnámskeið á næstunni.

Leikarinn Omar Sharif hefur fengið skilorðsbundinn dóm og verið gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið eftir að hann játaði sig sekan um að hafa ráðist á bílastæðavörð.

Sharif, sem er 74 ára, er sagður hafa kallað vörðinn „heimskan Mexíkóa“, þegar hann neitaði að taka við 20 evra peningaseðli í Beverly Hills árið 2005. Jafnframt sló hann manninn í nefið.

Sharif má ekki koma nálægt verðinum auk þess sem hann þarf að borga honum bætur vegna líkamsárásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.