Lífið

Hamingjusöm í afvötnun

Lindsey Lohan.
Lindsey Lohan.

Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum.

Móðir stúlkunnar segir í samtali við tímaritið People að hún sé í fínu formi og hamingjusöm. Henni líði vel á hælinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lindsey Lohan leikið í allmörgum kvikmyndum og átt þar velgengni að fagna. Henni hefur hinsvegar reynst erfitt að fóta sig í einkalífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.