Lífið

Anna Nicole vildi ekki læknishjálp

Howard K. Stern og Anna Nicole Smith. Howard starfar sem lögmaður og hefur eflaust gætt vel að Önnu sinni.
Howard K. Stern og Anna Nicole Smith. Howard starfar sem lögmaður og hefur eflaust gætt vel að Önnu sinni. MYND/AP

Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans.

Howard yfirgaf hótelið aðeins tveimur klukkustundum áður en hann fékk fréttir af andláti Önnu Nicole, sem tóku mikið á hann. Að sögn systur Howards reyndi hún að fá hann til að kalla til lækni en Anna Nicole neitaði því af ótta við að það vekti of mikla athygli fjölmiðla.

Það gætir örlítillar kaldhæðni í þessu þar sem andlát Önnu Nicole hefur óneitanlega vakið meiri fjölmiðlaumfjöllun en hún kærði sig um.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.