Lífið

Fíkniefni í ísskáp Önnu Nicole

Það leyndist ýmislegt mislöglegt og mishollt í ískápnum hennar Önnu Nicole heitinnar.
Það leyndist ýmislegt mislöglegt og mishollt í ískápnum hennar Önnu Nicole heitinnar. MYND/TMZ.COM

Andlát Önnu Nicole Smith hefur vakið mikla athygli og fjölmiðlar reyna að gera sem mest úr því. Til að mynda hefur fréttasíðan TMZ komist yfir myndir sem sagðar eru vera úr ísskáp hennar.

Ískápurinn var í svefnherbergi Önnu Nicole í íbúð hennar á Bahamas. Þar mátti meðal annars finna ávanabindandi vímuefnið methadone og nokkrar dósir af megrunarlyfinu Slim-Fast, en Anna Nicole var talsmaður TRIMSPA fyrirtækisins sem framleiðir það.

Að auki mátti finna í íssskápnum franska worcestershire sósu, jógúrt og smjör. Lögreglan á Bahamas hefur fengið upplýsingar um fíkniefnin sem fundust í ísskápnum.

Anna Nicole missti Daniel, tvítugan son sinn, fyrir skömmu en hann lést vegna of stórs skammts af vímuefnum. Var það blanda af ýmsum lyfjum, meðal annars methadone, sem leiddi til dauða hans. Samkvæmt heimildum TMZ hafa fleiri en eitt vitni komið fram sem segja lögmanninn Howard K. Stern, kærasta Önnu Nicole, hafa látið son hennar í té methadone rétt fyrir dauða hans. Munu þau bera vitni í næsta mánuði í tengslum við rannsókn á dauða Daniels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.