Lífið

Týndi trúlofunarhringnum í Smáralind

Katrín Ósk. Þau Gylfi hafa verið trúlofuð frá því um jólin.
Katrín Ósk. Þau Gylfi hafa verið trúlofuð frá því um jólin.

Katrín Ósk Vilhjálmsdóttir, unnusta Gylfa Víðissonar keppanda í X-Faktor, vaknaði upp við vondan draum í Vetrargarði Smáralindar á föstudaginn fyrir viku. Katrín var þar stödd til að styðja við bakið á sínum manni þegar hún veitti því athygli að trúlofunarhringurinn sem Gylfi gaf henni um jólin var horfin af baugfingri hennar.

„Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst,“ segir Katrín, sem fann ekki hringinn aftur þrátt fyrir þó nokkra leit.

Katrín þurfti þó ekki að vera baugslaus lengi. „Það vill svo heppilega til að góður vinur hans Gylfa er gullsmiður og smíðaði annan hring handa mér daginn eftir. Gylfi gat ekki hugsað sér að ég yrði án trúlofunarhrings lengi.“

Þrátt fyrir að hafa týnt hringnum þetta kvöld var það huggun harmi gegn að Gylfi flaug öruggur áfram í keppninni og Katrín er hæstánægð með sinn mann. „Hann er auðvitað langbestur þarna og ég er viss um að hann fer alla leið og vinnur þetta,“ segir Katrín, sem flýgur suður frá Akureyri um hverja helgi til að stappa stálinu í Gylfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.