Lífið

Robbie þakkað fyrir

Fyrrum félagar Robbie Williams í strákasveitinni Take That hafa óskað Robbie alls hins besta í meðferðinni sem hann skráði sig í á dögunum og vonast til að hann jafni sig sem allra fyrst.

Meðlimir Take That, sem átti frábæra endurkomu í fyrra, hafa verið gagnrýndir í Bretlandi fyrir að minnast ekki á Robbie þegar þeir tóku á móti Brit-verðlaununum fyrir besta smáskífulagið, Patience. „Við þökkuðum Robbie ekki fyrir vegna þess að þetta er hans einkamál. Það er ekki við hæfi að við tjáum okkur um það," sagði Jason Orange úr Take That.

Gary Barlow bætti við: „Við viljum þakka honum vegna þess að ef það væri ekki fyrir frama hans þá hefði áhuginn á okkur ekki verið nægilegur til að koma okkur aftur á kortið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.