Fleiri fréttir

Klám á heimasíðu Nylon

Spjallsvæði virðist vera óvarin fyrir ágangi klámsíðna og nú hefur stúlknasveitin Nylon orðið fyrir barðinu á óforskömmuðum netverjum. Tengla á klámsíður var að finna á spjallsvæði stúlknasveitarinnar Nylon sem starfrækt er á heimasíðu sveitarinnar og fór fréttin eins og eldur um sinu á netheimum í gær.

Sendir frá sér ilmvatn

Christina Aguilera ætlar að gefa út ilmvatn undir sínu nafni. Söngkonan mun slást í lið með Procter and Gamble til að framleiða ilmvatnið, en hún segir fyrirtækið vera tilvalinn félaga.

Guli eðalvagninn til sölu á 25 milljónir

„Hún var bara skráð hjá okkur fyrir helgi,“ segir Þröstur Brynjólfsson hjá bílasölunni Bílalind en guli Hummer-eðalvagninn sem Ásgeir Davíðsson, oftast kenndur við Goldfinger, hefur gert út er til á sölu hjá bílasölunni. Þröstur segir að enn hafi ekki borist margar fyrirspurnir enda sé tiltölulega stuttur sölutími liðinn en hann bjóst fastlega við því að bílinn myndi seljast.

Britney gerist gjafmild

Britney Spears kom flækingi sem varð á vegi hennar í Los Angeles skemmtilega á óvart í síðustu viku, þegar hún gaf honum 300 dollara, eða um 21.000 krónur. Söngkonan hafði nýlega tekið háa upphæð út úr hraðbanka þegar hún staðnæmdist á rauðu ljósi.

Jessica enn í sárum

Jessica Simpson segist enn þjást eftir skilnaðinn við Nick Lachey. „Það koma enn stundir þegar ég þjáist svo mikið að ég get varla andað,“ segir Jessica. „Ég elska Nick af öllu hjarta og hann er enn góður vinur. Hann er hluti af mér enda ólumst við upp saman. Ég varð ástfangin af honum þegar ég var 19 ára. Það er ungt,“ segir hún enn fremur.

Leitar að barnfóstru

Madonna leitar nú logandi ljósi að barnfóstru fyrir son sinn, David Banda, sem hún ættleiddi frá Malaví í október. Leitin hefur staðið yfir frá því í desember og hefur söngkonan fengið vinkonur sínar, þær Stellu McCartney og Gwyneth Paltrow, í lið með sér.

Úr skugga Davids Beckham

Félagaskipti Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til L.A. Galaxy hafa vakið furðu og undran margra knattspyrnuforkólfa. Victoria er hins vegar sögð vera í skýjunum.

40.000 dollara nótt Britneyjar og nýja kærastans í Vegas

Britney Spears og nýi fylgdarmaðurinn hennar, leikarinn og módelið, Isaac Cohen, sáust saman aðra helgina í röð, í þetta skiptið í Las Vegas á laugardagskvöldið. Þau eru sögð hafa gist í 810 fermetra sérsvítu á 34. hæð í Fantasy-turni The Palms hótelssins, svokallaðri Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40.000 dollara (2,8 milljónir króna).

Óttast mannrán

Lítið hefur sést til hinnar níu mánaða gömlu Suri Cruise, dóttur Katie Holmes og Tom Cruise, frá því að hún kom í heiminn. Fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvar barnið sé niður komið og hver ástæðan fyrir feluleiknum sé.

Metnaðarfull Paris

Hótelerfinginn Paris Hilton segist ætla að leggja metnað sinn í leiklist í nánustu framtíð og er sannfærð um að hún eigi eftir að ná langt á þessum vettvangi.

James Jr. fær engan arf

Nafn fimm ára sonar James Brown og kærustu hans, Tomi Rae Hynie, James Jr., finnst ekki í erfðaskrá söngvarans. Samkvæmt erfðaskránni fá sex börn Brown sinn skerf úr dánarbúi hans en James Jr. fær ekki eyri. Lögfræðingur Hynie segist ekkert vita um erfðaskrána og skilur hvorki upp né niður í þessum fregnum. James Brown lést á jóladag, 73 ára að aldri.

Harry prins til Íraks

Harry Bretaprins verður sendur á vígvöllinn í Írak innan tíðar samkvæmt fréttum breskra dagblaða í gær. Greint er frá því að hann verði sendur í sérstaka þjálfun í vikunni þar sem hermönnum er kennt að mæta skyndiárásum á vígvelli.

Frábærlega skemmtilegt frisbí

Innan veggja Háskóla Íslands starfar Flugdiskafélag stúdenta, fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á landinu. Það kemur saman í Hagaskóla á mánudagskvöldum til að iðka íþrótt að nafni Ultimate frisbee. „Þetta er mjög einfalt sport og maður er fljótur að læra það. Ég kunni sjálf ekkert þegar ég byrjaði, hafði bara komið við frisbí í einhverju gríni,“ sagði Freydís Vigfúsdóttir, forseti frisbífélagsins.

Fox á sér myrka hlið

Matthew Fox, sem leikur lækninn Jack Shepard í þáttunum Lost, segist eiga sér myrka hlið. „Ég er lygari, svikari og þjófur og vef fólki um fingur mér. Ég lýg á hverjum einasta degi,“ sagði hinn fertugi Fox í viðtali við tímaritið Men"s Journal.

Britney eldist hratt

Britney Spears er farið að taka sinn toll. Þekktur lýtalæknir segir hana hafa elst um 10-15 ár á tveimur árum.

Aniston ekki í sárum

Lýtaaðgerðasérfræðingar í Hollywood eru sannfærðir um að Jennifer Aniston hafi farið í brjóstastækkun og að það sjáist berlega á myndum frá People‘s Choice Awards.

50 cent gerir smokka

50 cent leggur nú hönd á plóginn í baráttunni við alnæmi. Hann fer þó sínar eigin leiðir, að vanda, og ætlar að styrkja málefnið með því að leggja nafn sitt við smokkalínu.

Lohan sökuð um lygi

Eins og sagt hefur verið frá gekkst ungstirnið Lindsay Lohan undir uppskurð fyrr í mánuðinum vegna botnlangabólgu. Lohan var lögð inn á sjúkrahús og botnlangi hennar fjarlægður 4. janúar. Leikkonan var svo útskrifuð degi síðar.

Verulegar hækkanir á nýjum matseðlum

„Jájá, það er rétt. Ég er að láta prenta nýjan matseðil,” segir Örn Guðmundsson eigandi hins ágæta Grillhúss við Tryggvagötu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru veitinghús landsins mörg hver að láta prenta nýja matseðla, ekki til að kynna nýja rétti, heldur ný verð á gömlum og góðum réttum. .

Hefner vill Victoriu Beckham

Sala knattspyrnukappans David Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til bandaríska liðsins L.A Galaxy hefur að mati bresku fjölmiðlanna opnað nýjar dyr fyrir spússu hans, Victoriu Beckham.

Minimalískur í Madríd

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á listahátíð í Madríd 2. febrúar næstkomandi. Ben gefur út hjá Bedroom Community sem er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar.

Marcia Cross ólétt

Marcia Cross, sem fer með hlutverk Bree Van De Kamp í þáttunum Desperate Housewives, gengur með tvíbura. Læknir leikkonunnar hefur skipað henni að halda kyrru fyrir heima þangað til að tvíburarnir koma í heiminn í apríl.

Manson kominn með nýja kærustu

Rokkgotinn Marylin Manson er víst búinn að næla sér í nýja kærustu, hina nítján ára gömlu Evan Rachel Wood en sjálfur á Manson tvö ár í fertugt. Hann skildi við eiginkonu sína, Ditu Von Teese, í desember en hjartaknúsarinn var ekki lengi að finna ástina á ný.

Staðfesta skilnað

Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake hafa staðfest skilnað sinn eftir þriggja ára ástarsamband.

Hvetur til ættleiðinga

Söngkonan Madonna hefur hvatt fólk til að ættleiða börn frá Afríku þrátt fyrir það fjaðrafok sem ættleiðing hennar á malavískum dreng olli. Sagðist hún í spjalli við David Letterman hafa bjargað lífi með því að ættleiða drenginn, sem er eins árs. Hún sagðist hafa verið vöruð við því að ættleiðingin gæti gengið erfiðlega fyrir sig en átti ekki von á svona mikilli gagnrýni. Madonna á einnig níu ára dóttur og sex ára son.

Gísli Marteinn verður mér innan handar

Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur hefur verið úthlutað hið vandasama verk að vera kynnir í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Euro-vision en fyrsta undankvöldið verður á dagskrá eftir viku. „Ég er enginn Gísli Marteinn eða Logi Bergmann,“ svarar Ragnhildur þegar hún er spurð hvort Euro-vision sé mikið áhugamál hjá sér. „Er svona meðalmanneskja í þessu,“ bætir hún við.

Aron Pálmi heim í ágúst

„Já, hann er búinn að bóka ferð heim þessi gleymdi sonur Íslands,” segir Einar S. Einarsson talsmaður RFS-hópsins sem barist hefur fyrir frelsun og heimkomu Arons Pálma Ágústssonar.

Piparsveinn í fjárhagskröggum

„Það fór eiginlega allt illa sem gat farið illa á meðan þessu Bacheolor-dæmi stóð,“ segir piparsveinninn víðfrægi Steingrímur Randver Eyjólfsson. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að bú Steingríms verði tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. mars.

Skiptar skoðanir um Middleton á Íslandi

Breska konungsfjölskyldan hefur verið í kastljósinu undanfarna daga, sér í lagi Vilhjálmur og kærasta hans, Kate Middleton og gera fjölmiðlar þvi skóna að trúlofun sé handan við hornið. Middleton hefur þegar unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar en á Íslandi eru skoðanir skiptar meðal aðdánda aðalsfólks.

Græðir á tá og fingri

Robbie Williams græddi vel á síðasta ári. Alls rakaði breski hjartaknúsarinn inn rétt tæpum milljarði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrirtækis Robbie, The In Good Company Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar.

Barrymoore á lausu

Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tímabært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“

Á hraðbáti með Cohen

Söngkonan Britney Spears er sögð eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Isaac Cohen. Sáust þau sigla saman í hraðbáti undan ströndum Kaliforníu um síðustu helgi og létu þau vel hvort að öðru.

Uppgjör ársins 2006

Sjötta platan í Rokklands-seríunni, Rokkland 2006, kemur út á mánudag. Þetta er fyrsta útgáfa Senu á árinu 2007.

Um stolin þjóðkvæði og frumleikakröfuna

Nigel Watson er enn á ný kominn í heimsókn til Íslands, en hann er eins og flækingsfuglarnir, fer víða og tekur ástfóstri við suma staði. Nigel var áhrifamikill í leikhúslífi hér á áttunda áratugnum en hann rak þá leikhóp með Ingu Bjarnason.

Heimilisbragur - þrjár stjörnur

Litprentuð ljósmyndabók Gunnars Sverrissonar með myndasyrpum af íslenskum heimilum sem þær Elsa Ævarsdóttir og Halla Bára Gestsdóttir völdu, kom út fyrir jól hjá forlagi Nennu. Hún er með inngangi á ensku og íslensku, er með mjúkum spjöldum, fallega prentuð og vönduð í öllum frágangi.

Sigursælir sjóræningjar

Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest og stjörnur hennar, Johnny Depp og Keira Knightley, voru áberandi á hinum árlegu People"s Choice-verðlaunum sem voru afhent í Bandaríkjunum.

iPhone boðar byltingu

Miklar vonir eru bundnar við nýja iPhone-símann frá Apple sem sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3-spilara í eitt tæki, sem býr þar að auki yfir þráðlausri internettengingu. Bylting í fjarskiptatækni, segir þróunarstjóri Apple á Íslandi.

Carlo Ponti látinn

Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti, eiginmaður leikkonunnar Sophiu Loren, er látinn, 94 ára gamall. Ponti framleiddi margar sígildar myndiar, þar á meðal La Strada eftir Fellini, Dr. Zhivago og Blowup. Ponti kvæntist Loren árið 1957 þegar hún var aðeins 22 ára. Giftingin var síðar dæmd ógild en árið 1966 giftust þau aftur.

Britney og Paris verst klæddar

Britney Spears og Paris Hilton voru jafnar í efsta sæti á lista tískumógúlsins Mr. Blackwell yfir verst klæddu stjörnu heims. Sagði hann fatnað Spears og Hilton vera án nokkurs klassa og í engu samræmi við tískuna.

Bjargvættur sósunnar

Þegar sósan, súpan eða kássan stefnir í bragðlaus óefni getur heimagert soð bjargað málunum. Hrefna Rósa Jóhannesdóttir, yfirkokkur í Sjávarkjallaranum, sagði hægt að gera afbragðs gott kjötsoð á fjórum klukkutímum og kjúklingasoð á um það bil klukkutíma. Fisksoð og grænmetissoð taka einungis um hálftíma.

Valtýr skiptir um lið

„Ég er afar sáttur,“ segir íþróttafréttamaðurinn knái, Valtýr Björn Valtýsson, en hann hefur verið ráðinn til útvarpssviðs 365 miðla og mun útvarpsmaðurinn stjórna íþróttaþætti á X-inu 977.

Teiknaði Scooby-Doo

Bandaríski teiknarinn Iwao Takamoto, sem teiknaði hundana Scooby-Doo og Muttley, er látinn 81 árs gamall. Hann teiknaði ýmsar persónur úr þáttunum The Flinstones og The Jetsons þegar hann starfaði fyrir fyrirtækið Hanna-Barbera.

10.000 mellur dönsuðu fyrir Gere

Ef einhver hefði sagt þér að Richard Gere ætti eftir að standa upp á sviði og belja slagorð meðan tíuþúsund vændiskonur dönsuðu fyrir framan hann, hefði þér verið vorkunn þótt þú hefðir ekki trúað því. Það er þó nákvæmlega það sem gerðist í Mumbai, á Indlandi, í dag.

Sjá næstu 50 fréttir