Lífið

Harry prins til Íraks

Harry Bretaprins er spenntur fyrir því að berjast í Íraksstríðinu.
Harry Bretaprins er spenntur fyrir því að berjast í Íraksstríðinu. MYND/Getty

Harry Bretaprins verður sendur á vígvöllinn í Írak innan tíðar samkvæmt fréttum breskra dagblaða í gær. Greint er frá því að hann verði sendur í sérstaka þjálfun í vikunni þar sem hermönnum er kennt að mæta skyndiárásum á vígvelli.

Námskeiðið stendur í tvo daga og er lokaáfanginn í því að gera menn klára fyrir stríð. Harry er sagður spenntur fyrir því að fara til Íraks en hluti af námskeiðinu fer í að kenna honum arabísku.

„Þessi þjálfun er bara fyrir hermenn sem ákveðið hefur verið að senda til Íraks. Þeir eyða ekki tíma og peningum í aðra,“ sagði heimildarmaður News of the World innan breska hersins.

Hermálayfirvöld hafa ekki staðfest að Harry prins sé á leið til Íraks. Þar á bæ er því haldið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að herfylki hans verði sent þangað og fari svo sé ekki öruggt að allir hermenn innan þess fari með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.