Úr skugga Davids Beckham 16. janúar 2007 02:30 Umboðsmaðurinn knái Simon Fuller er að leggja drög að heimsyfirráðum Beckham-hjónanna í Bandaríkjunum. Félagaskipti Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til L.A. Galaxy hafa vakið furðu og undran margra knattspyrnuforkólfa. Victoria er hins vegar sögð vera í skýjunum. „David Beckham? Er það ekki maðurinn hennar Victoriu?“ sagði bandarísk húsmóðir þegar hún var innt eftir viðbrögðum sínum við félagaskiptum Davids til L.A. Galaxy. Victoria hefur verið aðal-umfjöllunarefnið í bandarískum fjölmiðlum enda fastagestur á forsíðum slúðurblaðanna í Bandaríkjunum undanfarin ár. Kaninn þekkir vel til Victoriu frá árunum með Spice Girls og hún hefur náð nokkrum vinsældum vestra með gallabuxnalínu sinni fyrir Rock og Republic en meðal þeirra sem hafa klæðst flíkum Victoriu eru ofurfyrirsætan Elle Macpherson og leikkonan Scarlett Johansson. Victoria nýtur mikils stuðnings frá Simon Fuller, umboðsmanni þeirra hjóna hjá afþreyingarfyrirtækinu 19 Entertainment. Fuller var maðurinn á bak við Spice Girls-ævintýrið og er þegar farinn að toga í alla sína spotta, rær nú öllum árum að því að útvega Victoriu hlutverk í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur. Og „Fína kryddið“ hyggst ekki láta staðar numið við leiklistina. Hún undirbýr nýtt merki undir nafninu DVB (David/Victoria/Beckham) sem á að framleiða sólgleraugu, hliðartöskur og gallabuxur. Ef af þessu verður gæti verðmæti vörumerkis Beckham-hjónanna hlaupið á hundruðum milljarða og Victoria verður andlit þess. Victoria á þegar í góðu sambandi við stóru nöfnin í Hollywood. Með vinfengi sínu við Tom Cruise og Katie Holmes hefur hún komist í kynni við Will Smith og Jada Pinkett Smith, Jim Carrey og Jenny McCarthy og Jennifer Lopez og Marc Anthony. Victoria hefur kynnt sér kenningar Vísindakirkjunnar, sem tekið hefur upp á sína arma margar af stærstu stjörnum Englaborgarinnar. „Ég hef rætt við Tom um trúna hans og mér finnst það sem þau gera vera mjög flott,“ lét Victoria hafa eftir sér fyrir skömmu en það þykir gefa góða raun fyrir fólk á uppleið að tileinka sér þessi trúarbrögð. Victoria svífur um á bleiku skýi þessa dagana og á eftir að njóta þess að vera í kastljósi fjölmiðlanna, jafnvel meira en sjálfur David Beckham. Flestir Bandaríkjamenn halda enda að knattspyrna sé íþrótt hugsuð fyrir konur og börn. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Félagaskipti Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til L.A. Galaxy hafa vakið furðu og undran margra knattspyrnuforkólfa. Victoria er hins vegar sögð vera í skýjunum. „David Beckham? Er það ekki maðurinn hennar Victoriu?“ sagði bandarísk húsmóðir þegar hún var innt eftir viðbrögðum sínum við félagaskiptum Davids til L.A. Galaxy. Victoria hefur verið aðal-umfjöllunarefnið í bandarískum fjölmiðlum enda fastagestur á forsíðum slúðurblaðanna í Bandaríkjunum undanfarin ár. Kaninn þekkir vel til Victoriu frá árunum með Spice Girls og hún hefur náð nokkrum vinsældum vestra með gallabuxnalínu sinni fyrir Rock og Republic en meðal þeirra sem hafa klæðst flíkum Victoriu eru ofurfyrirsætan Elle Macpherson og leikkonan Scarlett Johansson. Victoria nýtur mikils stuðnings frá Simon Fuller, umboðsmanni þeirra hjóna hjá afþreyingarfyrirtækinu 19 Entertainment. Fuller var maðurinn á bak við Spice Girls-ævintýrið og er þegar farinn að toga í alla sína spotta, rær nú öllum árum að því að útvega Victoriu hlutverk í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur. Og „Fína kryddið“ hyggst ekki láta staðar numið við leiklistina. Hún undirbýr nýtt merki undir nafninu DVB (David/Victoria/Beckham) sem á að framleiða sólgleraugu, hliðartöskur og gallabuxur. Ef af þessu verður gæti verðmæti vörumerkis Beckham-hjónanna hlaupið á hundruðum milljarða og Victoria verður andlit þess. Victoria á þegar í góðu sambandi við stóru nöfnin í Hollywood. Með vinfengi sínu við Tom Cruise og Katie Holmes hefur hún komist í kynni við Will Smith og Jada Pinkett Smith, Jim Carrey og Jenny McCarthy og Jennifer Lopez og Marc Anthony. Victoria hefur kynnt sér kenningar Vísindakirkjunnar, sem tekið hefur upp á sína arma margar af stærstu stjörnum Englaborgarinnar. „Ég hef rætt við Tom um trúna hans og mér finnst það sem þau gera vera mjög flott,“ lét Victoria hafa eftir sér fyrir skömmu en það þykir gefa góða raun fyrir fólk á uppleið að tileinka sér þessi trúarbrögð. Victoria svífur um á bleiku skýi þessa dagana og á eftir að njóta þess að vera í kastljósi fjölmiðlanna, jafnvel meira en sjálfur David Beckham. Flestir Bandaríkjamenn halda enda að knattspyrna sé íþrótt hugsuð fyrir konur og börn.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira