Lífið

Leitar að barnfóstru

Madonna leitar logandi ljósi að barnfóstru, en kröfuharka hennar virðist hrekja umsækjendurna frá.
Madonna leitar logandi ljósi að barnfóstru, en kröfuharka hennar virðist hrekja umsækjendurna frá. MYND/reuters
Madonna leitar nú logandi ljósi að barnfóstru fyrir son sinn, David Banda, sem hún ættleiddi frá Malaví í október. Leitin hefur staðið yfir frá því í desember og hefur söngkonan fengið vinkonur sínar, þær Stellu McCartney og Gwyneth Paltrow, í lið með sér. Það munu vera miklar kröfur Madonnu sem hrekja umsækjendurna frá; hún ætlar barnfóstrunni að búa undir sama þaki og börnin og bannar allar heimsóknir. Þar sem börn Madonnu fá ekki að horfa á sjónvarp verður barnfóstrunni einnig neitað um það. Kunnugir segja að söngkonan sé orðin nokkuð stressuð yfir barnfóstruleysinu, en hún er nú þegar með hóp manna í vinnu við að líta eftir hinum börnum hennar, þeim Lourdes og Rocco.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.