Lífið

James Jr. fær engan arf

Fimm ára sonur söngvarans heimsþekkta fær engan arf frá föður sínum.
Fimm ára sonur söngvarans heimsþekkta fær engan arf frá föður sínum. MYND/Valli
Nafn fimm ára sonar James Brown og kærustu hans, Tomi Rae Hynie, James Jr., finnst ekki í erfðaskrá söngvarans.

Samkvæmt erfðaskránni fá sex börn Brown sinn skerf úr dánarbúi hans en James Jr. fær ekki eyri. Lögfræðingur Hynie segist ekkert vita um erfðaskrána og skilur hvorki upp né niður í þessum fregnum.

James Brown lést á jóladag, 73 ára að aldri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.