Lífið

Fox á sér myrka hlið

Matthew Fox lýgur á hverjum einasta degi.
Matthew Fox lýgur á hverjum einasta degi.

Matthew Fox, sem leikur lækninn Jack Shepard í þáttunum Lost, segist eiga sér myrka hlið. „Ég er lygari, svikari og þjófur og vef fólki um fingur mér. Ég lýg á hverjum einasta degi,“ sagði hinn fertugi Fox í viðtali við tímaritið Men"s Journal.

„Ég hef mjög gaman af að vera á meðal fólks og ég hef gaman af því þegar fólk sem ég þekki vel segir eitthvað eða gerir hluti sem það myndi vanalega hvorki segja né gera. Ég geri ýmislegt til að láta það gerast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.