Lífið

Guli eðalvagninn til sölu á 25 milljónir

Guli eðalvagninn hefur notið mikilla vinsælda hjá skólakrökkum.
Guli eðalvagninn hefur notið mikilla vinsælda hjá skólakrökkum.

„Hún var bara skráð hjá okkur fyrir helgi,“ segir Þröstur Brynjólfsson hjá bílasölunni Bílalind en guli Hummer-eðalvagninn sem Ásgeir Davíðsson, oftast kenndur við Goldfinger, hefur gert út er til á sölu hjá bílasölunni. Þröstur segir að enn hafi ekki borist margar fyrirspurnir enda sé tiltölulega stuttur sölutími liðinn en hann bjóst fastlega við því að bílinn myndi seljast.

Eðalvagninn er verðlagður á 25 milljónir og segir Þröstur það síður en svo of mikið. „Þetta er bíll með öllu,“ útskýrir hann. „Og ef þú horfir á hann sérðu strax að bíllinn er vel þess virði,“ bætir Þröstur við.

 

Vel þess virði Eðalvagninn er verðlagður á 25 milljónir og þykir vel þess virði.

„Við erum bara að athuga hvort hann seljist,“ segir Jón Kristinn Ásgeirsson, sonur Ásgeirs, hjá GoldLimmo sem hefur séð um reksturinn á bílnum. „Þetta er bara smá tilraun,“ bætir hann við og áréttar að fyrirtækið sjálft sé ekki að hætta. „Við höfum verið að skoða aðra bíla og þá helst minni og af annarri gerð,“ segir Jón Kristinn. „Það er góður markaður fyrir svona bíla og það hefur verið allt brjálað að gera hjá okkur síðan við byrjuðum með þennan bíl,“ segir hann.

Guli eðalvagninn er án nokkurs vafa eitt frægasta ökutæki landsins og hefur notið mikilla vinsælda hjá framhaldsskólakrökkum fyrir skólaböll. Þá greindu fjölmiðlar einnig frá því að GoldLimo hefði reynt að markaðssetja eðalvagninn fyrir fermingarbörn í fyrravor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.