Lífið

Óttast mannrán

Tom Cruise og Katie Holmes óttast að dóttur þeirra verði rænt og halda henni því utan sviðsljóssins.
Tom Cruise og Katie Holmes óttast að dóttur þeirra verði rænt og halda henni því utan sviðsljóssins. MYND/Getty

Lítið hefur sést til hinnar níu mánaða gömlu Suri Cruise, dóttur Katie Holmes og Tom Cruise, frá því að hún kom í heiminn. Fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvar barnið sé niður komið og hver ástæðan fyrir feluleiknum sé.

Heimildir blaðsins Star herma nú að foreldrarnir óttist að Suri litlu verði rænt og haldi henni því utan við sviðsljósið til að koma í veg fyrir mannránstilraun. Heimsbyggðin hafi verið svo heltekin af fréttunum af fæðingu barnsins að þau hafi vel getað ímyndað sér að slíkar tilraunir yrðu gerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.