Fleiri fréttir

Frægir í partí á Skuggabar

Heilsudrykkurinn Vitamin Water verður fáanlegur á landinu á næstunni. Drykkurinn verður kynntur til leiks annað kvöld í partíi á gamla Skuggabarnum á Hótel Borg, sem verður opnaður á ný sérstaklega fyrir þetta kvöld.

Fór að hlæja

Angelina Jolie segist hafa farið að hlæja þegar hún heyrði að hún væri tilnefnd til Golden Globe fyrir leik sinn í hasarmyndinni The Tourist.

Willow leitar ráða hjá Beyoncé Knowles

Leikarabarnið og ungstirnið Willow Smith hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og nú hefur hún sótt ráð til poppdívunnar Beyoncé um það hvernig skal tækla frægðina.

Afþakkar hlutverk fíkils

Leikkonan Lindsay Lohan hafði verið ráðin til að leika klámmyndastjörnuna Lindu Lovelace í kvikmyndinni Inferno en fyrir stuttu var hætt við þau áform. Sögusagnir voru uppi um að leikstjóri kvikmyndarinnar hafi ekki viljað ráða Lohan vegna slæmrar ímyndar hennar.

Látlaust og klæðilegt

Tískumerkið Rag & Bone kynnti nýverið hluta af nýrri haustlínu sinni fyrir árið 2011. Línan er látlaus, þægileg og hrikalega flott og samanstendur af síðum pilsum, víðum stuttermabolum og þægilegum prjónapeysum.

Tregi í Tryggvagötu

Blússveitirnar Blues Akademian, Mood og Síðasti sjens munu fylla loftið trega á Kaffi Rót í Tryggvagötu á föstudagskvöld, eins og kemur fram í tilkynningu.

Biffy Clyro-drengir tjá sig um X-Factor

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um sigur Matts Cardle í breska X-Factor á dögunum. Flutningur Cardle á Biffy Clyro-laginu Many of Horror tryggði honum sigur, en margir hafa beðið eftir viðbrögðum frá hljómsveitinni sem hefur ekki litið á verðlaun frá X-Factor sem merkilegasta pappír heims hingað til.

Málsvörn og ákæra

Jónína Ben er málsvörn hennar og ákæruskjal á hendur andstæðingum hennar, ágætlega unnin viðtalsbók.

Hera tilnefnd af Scandipop

Söngkonan Hera Björk er tilnefnd til tveggja verðlauna á tónlistarblogginu Scandipop, sem veitir nú verðlaun þriðja árið í röð.

Arcade Fire og Kanye West skipta með sér toppsætinu

Rapparinn Kanye West og kanadíska hljómsveitin Arcade Fire eiga plötur ársins samkvæmt árslistum hinna ýmsu dagblaða og tónlistartímarita. Árslistar helstu tónlistartímarita og dagblaða heims hafa verið að tínast inn að undanförnu. Bresku tónlistartímaritin Mojo og Q og hið bandaríska Rolling Stone hafa sent frá sér uppgjör, auk þess sem heimasíðan Metacritic.com hefur tekið hina ýmsu árslista saman og gefið flytjendum einkunnir eftir sætunum sem þeir lenda í.

Beady ekki síðri en Oasis

Liam Gallagher telur að fyrsta plata nýju hljómsveitar hans Beady Eye, Different Gear, Still Speeding, sé ekki síðri en frumburður Oasis, Definitely Maybe. „Tónlistarmennirnir eru betri, engin spurning. Söngurinn minn hefur líka aldrei verið betri,“ sagði Gallagher og bætti við að platan, sem kemur út 28. febrúar, sé virkilega góð. Gallagher var einnig spurður um álit sitt á

Frjósemi í Hollywood 2010

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar af stærstu Hollywood stjörnunum sem eignuðust börn eða urðu óléttar á árinu 2010. Eftir margra mánaða vangaveltur viðurkenndi söngkonan Mariah Carey loksins að hún væri barnshafandi í lok október 2010. Sagan segir að hún gangi með tvíbura en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Á erfitt með athyglina

Keira Knightley segir að hún hafi átt í erfiðleikum með að takast á við athyglina sem fylgir því að vera fræg. Leikkonan lék nýlega í kvikmyndinni Edge of Love ásamt Siennu Miller og segir að Miller hafi átt auðveldara með að takast á við alla fjölmiðlana en hún. „Mér var sagt að ég yrði látin í friði ef ég mætti ekki á viðburði og í partí. Ég sleppti því að mæta á alla þessa

Rokkarar komnir í jólastuð

Rokksveitirnar Endless Dark og Agent Fresco eru önnum kafnar við að æfa jólalög fyrir hina árlegu X-mas tónleika.

Farsímar teknir af brúðkaupsgestum

Raunveruleikastjarnan Nicole Richie og rokkarinn Joel Madden gengu í hið heilaga helgina sem leið. Samkvæmt heimildarmönnum hafði parið selt birtingaréttinn að brúðkaupsmyndum sínum og var því mjög umhugað um að engar myndir lækju á netið.

Eins og hver annar strákur

Heimanfylgja er þegar best lætur mögnuð lýsing á andrúmslofti sautjándu aldar á Íslandi en aðalpersónan sjálf hverfur stundum í skuggann.

Tuttugu tilnefndar til Kraums

Tilnefningar til hinna árlegu Kraumstónlistarverðlauna hafa verið tilkynntar. Tuttugu plötur eru í pottinum en úrslitin verða tilkynnt síðar í desember.

Afi fór ekki á honum Rauð

Ágætlega byggð og vel skrifuð saga með skemmtilegu plotti, en hefði mátt við meiri dýpt.

Ólafur Arnalds snýr heim

Ólafur Arnalds og For a Minor Reflection munu halda sameiginlega tónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Miðasala er hafin á midi.is.

Klovn-myndin fær ágætis dóma

Klovn-mynd Caspers Christiansen og Franks Hvam var forsýnd dönskum fyrirmennum í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld. Myndin fær prýðilega dóma í dönskum blöðum og meðal annars fjórar stjörnur af sex hjá B.T.

Gylfi Ægis stígur á svið

Gylfi Ægisson verður með tónleika á Faktorý í kvöld. Þar ætlar hann að spila mörg af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Stolt siglir fleyið mitt, Minningu um mann og Í sól og sumaryl.

Fagrir kjólar á frumsýningu í Hollywood

Það er mikið um frumsýningar í Hollywood þessa dagana. Í vikunni var myndin Country Strong frumsýnd en aðalhlutverkið er í höndum leikkonunnar Gwyneth Paltrow.

Slegist í brúðkaupi

Hulk Hogan kvæntist kærustunni sinni, hinni snoppufríðu Jennifer McDaniel, fyrr í vikunni. Athöfnin átti að vera friðsæl og fór fram á strönd í Flórída. En veislan fór öðruvísi en ætlað var. Ljósmyndari mætti óboðinn á svæðið og ætlaði að ná myndum af brúðkaupinu en starfsmaður Hogans sagði honum að hypja sig. Ljósmyndarinn lét sig ekki og slagsmál brutust út þegar Hogan

Vill ekki vera sett undir einn hatt

Ólöf Arnalds er nýkomin til landsins eftir langa og stranga tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin. Hvíldin verður stutt því í janúar fer hún til Ástralíu þar sem hún hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman

Heimakær leikkona

Nicole Kidman hefur mikla unun af því að eyða tíma heima í faðmi fjölskyldunnar. Hún segist velja kvikmyndahlutverk sín vel, enda vilji hún ekki dvelja löngum stundum að heiman.

Gamaldags rækjurómantík

Forréttir eru nýlunda á jólaborði landsmanna, í sögulegu samhengi, en bæta við tilhlökkun og upplifun þeirrar miklu hátíðar þegar hvað mest er lagt í matargerð. Og nú snúa aftur á hátíðaborðin vinsælustu réttir fyrstu forréttajóla Íslendinga.

Mila Kunis á móti Mark Wahlberg

Mila Kunis hefur hreppt stórt hlutverk í kvikmyndinni Ted sem Mark Wahlberg mun leika í. Ferill Milu hefur verið að sækja á uppleið á undanförnum árum, en hún hóf störf fyrir framan kvikmyndavélarnar aðeins tólf ára að aldri. Mila er eflaust enn þá þekktust fyrir að leika Jackie Burkhart úr That "70s Show en það gæti verið að breytast.

Gullnáman í Hollywood

Teiknimyndir eru ævintýri dagsins í dag, börnin þekkja geimlögguna Bósa og kúrekann Vidda jafn vel og foreldrarnir Hans og Grétu eða Mjallhvíti. Teiknimyndirnar eru hins vegar ekki góðverk af hendi Hollywood heldur eru háar fjárhæðir í húfi.

Heather Mills í skíðalandsliði fatlaðra

Hin breska Heather Mills hefur náð þeim árangri að komast í skíðalið fatlaðra í heimalandi sínu, en Mills missti hluta af fótlegg þegar lögreglumótorhjól keyrði á hana árið 1993.

Oprah lýgur ekki

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey sagðist ekki vera samkynhneigð í nýlegu sjónvarpsviðtali sem birtist á ABC-sjónvarpsstöðinni. Fjölmiðlakonan Barbara Walters hafði þá spurt Opruh hvort hún og vinkona hennar, Gayle King, væru ástkonur.

Lopez kærð af fyrrverandi

Söngkonan og dívan Jennifer Lopez hefur verið kærð af konu fyrrverandi eiginmanns síns Ojani Noa, Claudiu Vazquez.

Portman átti erfitt í Harvard

Natalie Portman viðurkennir að hún hafi átt í persónulegum erfiðleikum á meðan á háskólanámi hennar stóð.

Gosling og Blake Lively eru ekki par

Leikarinn Ryan Gosling þvertekur fyrir það að hann og Gossip Girl-stjarnan Blake Lively séu par. Þau séu einfaldlega góðir vinir. Leikararnir sáust fyrst saman í október, stuttu eftir að Lively hætti með mótleikara sínum úr Gossip Girl, Penn Badgley. Þá sáust Gosling og Lively saman í Disneylandi og einnig í eftirpartíi kvikmyndarinnar Blue Valentine, en það er nýjasta kvikmynd Goslings. Hann neitar öllum orðrómi um ástarsamband en hrósar Lively fyrir mikla hæfileika á hvíta tjaldinu. „Hún er frábær leikkona og góður vinur,“ segir Gosling.

Miley Cyrus sparkar bestu vinkonu sinni

Það vakti nokkra athygli þegar myndband af söngkonunni Miley Cyrus lak á netið en þar sést stúlkan reykja það sem talsmaður hennar vill meina að sé salvía. Stúlkan er augljóslega í annarlegu ástandi enda er áhrifum salvíu líkt við þau sem fást af skynörvandi lyfjum á borð við LSD.

Telur sig næsta Jackson

Söngvarinn Usher fer langleiðina með að segja að hann eigi að hljóta nafngiftina „poppkóngurinn“ sökum þess að Michael Jackson er látinn. „Við misstum Michael Jackson og það er pressa á mér sem ég vil standast. Ég vil vera viss um að fólk sjái að ég er virkilega að stíga upp og vonandi fer fólk að líkja mér við Michael Jackson.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Usher talar um að taka við sem hinn næsti Jackson. „Ég er búinn að vera í bransanum í átján ár. Michael var fimmtíu ár í poppinu og ég stefni að því sama. En á sama tíma er ég einstakur.“

Gott að borða nammi

Leikarinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Fighter þar sem hann leikur hnefaleikakappa. Wahlberg þurfti að fylgja ströngu mataræði og stunda líkamsrækt af kappi í heil fjögur ár fyrir hlutverkið.

Jólaleg hönnun

Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli.

Erpur og Steindi Jr nota gúmmíhanska

Borðspilið Flakk kom á markað nú fyrir jólin en spilið hönnuðu nokkrir félagar sem áttu það sameiginlegt að finnast ekkert til af borðspilum annað en orða- og spurningaspil. Framleiðsla spilsins fer öll fram hér á Íslandi og pakka framleiðendurnir spilunum sjálfir. Viðtökur spilsins hafa verið það góðar undanfarið að allir sem vettlingi geta valdið voru fengnir til aðstoðar. Eins og myndirnar sýna mættu stjörnurnar Steindi Jr. og Erpur til að aðstoða við pökkunina og notuðust þeir við gúmmíhanska eins og myndirnar sýna greinilega. „Þeir voru mjög duglegir og engin spil féllu á gæðaprófinu eftir pökkun. Erfitt var að fá þá til að einbeita sér að verkefninu í byrjun en svo kom það og þeir unnu eins og róbótar við pökkunina." segir Svavar Melberg sem er einn hönnuða spilsins og eigenda Drekafisk sem gefur spilið út.

Nick Cave valdi Ólöfu Arnalds

„Það er frábært að fá að spila á undan Nick Cave í hans heimalandi,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds, sem hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu í Ástralíu um miðjan janúar.

Eyðir jólunum með bandarísku sjónvarpsfolunum

„Þeir ætla að vera saman í New York yfir hátíðarnar og buðu okkur að koma með,“ segir Andri Jónsson, 21 árs starfsmaður á Austri, en hann vingaðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley þegar þeir voru staddir hér á landi fyrir skömmu.

Sjá næstu 50 fréttir