Lífið

Miley Cyrus sparkar bestu vinkonu sinni

Miley Cyrus er ekki mikið að velta sér upp úr myndbandi af henni sem sett var á netið í síðustu viku. Hún skellti sér út á djammið með Kelly Osbourne. nordicphotos/getty
Miley Cyrus er ekki mikið að velta sér upp úr myndbandi af henni sem sett var á netið í síðustu viku. Hún skellti sér út á djammið með Kelly Osbourne. nordicphotos/getty
Það vakti nokkra athygli þegar myndband af söngkonunni Miley Cyrus lak á netið en þar sést stúlkan reykja það sem talsmaður hennar vill meina að sé salvía. Stúlkan er augljóslega í annarlegu ástandi enda er áhrifum salvíu líkt við þau sem fást af skynörvandi lyfjum á borð við LSD.

Samkvæmt Eonline.com var það Anna Oliver, besta vinkona Cyrus, sem setti myndbandið á netið og talast þær stöllur ekki lengur við vegna þessa. „Miley er mjög reið því þær voru afskaplega nánar. Þær höfðu meira að segja rætt það að leigja saman en nú er Miley hætt við þau áform,“ var haft eftir heimildarmanni. Oliver eyddi Twitter-síðu sinni um helgina eftir að aðdáendur Cyrus hótuðu henni líkamsmeiðingum í gegnum samskiptasíðuna.

Cyrus virðist þó ekki hafa látið málið á sig fá því hún sást skemmta sér ásamt Kelly Osbourne í New Orleans. Stúlkurnar dönsuðu næturlangt á skemmtistað og virtust þær vera hinir bestu mátar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.