Stefnir á að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum 16. desember 2010 06:00 Nonni kjuði með riffil í hendi, tilbúinn að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum næsta sumar. fréttablaðið/stefán „Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira