Stefnir á að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum 16. desember 2010 06:00 Nonni kjuði með riffil í hendi, tilbúinn að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum næsta sumar. fréttablaðið/stefán „Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög