Lífið

Lopez kærð af fyrrverandi

Jennifer Lopez stöðvaði dreifingu á kynlífsmyndböndum af sjálfri sér en hefur nú verið kærð í kjölfarið.
Nordicphotos/getty
Jennifer Lopez stöðvaði dreifingu á kynlífsmyndböndum af sjálfri sér en hefur nú verið kærð í kjölfarið. Nordicphotos/getty
Söngkonan og dívan Jennifer Lopez hefur verið kærð af konu fyrrverandi eiginmanns síns Ojani Noa, Claudiu Vazquez.

Hún vill meina að Lopez hafi logið fyrir réttinum en söngkonan hefur verið að stöðva Noa og Vazquez í að dreifa kynlífsmyndböndum af henni. Noa og Lopez voru gift í stuttan tíma árið 1998 og hræðist Lopez mjög að hann muni dreifa þessum myndböndum á netið.

Miklir peningar eru í húfi fyrir Noa og Vazquez, sem höfðu þegar selt réttinn að myndböndunum og freista þess því að leita réttar síns í þessu máli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.