Lífið

Oprah lýgur ekki

Oprah Winfrey segist ekki vera samkynhneigð líkt og sumir hafa haldið fram. Gaman­leikkonan Rosie O‘Donnell trúir henni. Nordicphotos/getty
Oprah Winfrey segist ekki vera samkynhneigð líkt og sumir hafa haldið fram. Gaman­leikkonan Rosie O‘Donnell trúir henni. Nordicphotos/getty
Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey sagðist ekki vera samkynhneigð í nýlegu sjónvarpsviðtali sem birtist á ABC-sjónvarpsstöðinni. Fjölmiðlakonan Barbara Walters hafði þá spurt Opruh hvort hún og vinkona hennar, Gayle King, væru ástkonur.

Gamanleikkonan Rosie O’Donnell tjáði sig um málið í vikunni og sagðist trúa því að Oprah væri í raun ekki samkynhneigð. „Fólk virðist ekki skilja að konur geti átt jafn gott vináttusamband og þær gera. Ég hef átt sömu vinkonuna frá því ég var þriggja ára gömul og það eru mikil forréttindi að eiga slíka vinkonu að. Ég held að Oprah hafi ekki verið að verja sig fyrir þessum ásökunum í viðtalinu, ég held að henni hafi þótt móðgandi að almenningur teldi hana vera að ljúga,“ sagði O‘Donnell í samtali við fréttastofu ABC.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.