Lífið

Portman átti erfitt í Harvard

Natalie Portman þyngdist um nokkur kíló þegar hún var við háskólanám í Harvard.
Nordicphotos/afp
Natalie Portman þyngdist um nokkur kíló þegar hún var við háskólanám í Harvard. Nordicphotos/afp
Natalie Portman viðurkennir að hún hafi átt í persónulegum erfiðleikum á meðan á háskólanámi hennar stóð.

Leikkonan, sem útskrifaðist með gráðu í sálfræði frá Harvard-háskóla árið 2003, viðurkennir að hún hafi átt erfitt og að námið hafi tekið mikið á hana. Í viðtali við tímaritið Vogue sagði leikkonan: „Ég þyngdist um 6-9 kíló og var þunglynd um tíma.“

Portman fer með hlutverk ballettdansarans Ninu Sayers í kvikmyndinni „Black Swan“, en dansarinn þjáist af átröskun og þurfti leikkonan að létta sig töluvert fyrir hlutverkið. „Ég elska ánægju og hamingju. Ég myndi aldrei ganga svo langt að svelta mig eða slasa mig viljandi, eins og Nina gerir.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.