Lífið

Heimakær leikkona

Nicole Kidman vill helst eyða öllum sínum stundum heima hjá sér. nordicphotos/getty
Nicole Kidman vill helst eyða öllum sínum stundum heima hjá sér. nordicphotos/getty
Nicole Kidman hefur mikla unun af því að eyða tíma heima í faðmi fjölskyldunnar. Hún segist velja kvikmyndahlutverk sín vel, enda vilji hún ekki dvelja löngum stundum að heiman.

„Ég er í þeirri stöðu í lífinu núna að mig langar ekki að vinna of mikið. Ég hef svo gaman af því að eyða tíma heima hjá mér. Eiginmaður minn og móðir vilja þó ekki að ég sitji aðgerðalaus heima og hvetja mig til þess að taka að mér einstaka verkefni. Ég veit innst inni að þau hafa rétt fyrir sér en hluti af mér vill helst bara vera heima öllum stundum,“ sagði leikkonan, sem á dótturina Sunday Rose með eiginmanni sínum, sveitasöngvaranum Keith Urban.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.