Frjósemi í Hollywood 2010 Ellý Ármanns skrifar 16. desember 2010 09:11 Pink, Mariah, Miranda. MYNDIR/Cover Media Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar af stærstu Hollywood stjörnunum sem eignuðust börn eða urðu óléttar á árinu 2010. Eftir margra mánaða vangaveltur viðurkenndi söngkonan Mariah Carey loksins að hún væri barnshafandi í lok október 2010. Sagan segir að hún gangi með tvíbura en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Söngkonan Pink sagði frá því að hún er ólétt í spjallþættinum Ellen um miðjan nóvember. Hún vonast eftir dreng að eigin sögn. Miranda Kerr og Orlando Bloom giftu sig í júlí og í ágúst staðfestu hjónin að þau eiga von á barni. Athygli vakti þegar Miranda sat fyrir kasólétt kviknakin í W tímaritinu. Vince Vaughn og eiginkona hans Kyla Weber eiga von á barni og eru í skýjunum samkvæmt heimildarmanni nákomnum hjónunum. Leikkonan Christina Applegate tilkynnti í júlí að hún væri ófrísk. Hún ætlar ekki að hætta að ganga á hælum þó hún sé að farast í löppunum á meðgöngunni. Eiginkona John Travolta, Kelly Preston, 47 ára, eignaðist dreng 23. nóvember síðastliðinn. Fyrir eiga hjónin dótturin Ellu Bleu og soninn Jett sem féll frá á síðasta ári. Söngkonan Alicia Keys og upptökustjórinn Swizz Beatz náðu að halda ástinni frá fjölmiðlum þangað til í maí á þessu ári en þá viðurkenndu þau trúlofun sína. Stuttu síðar datt Alicia óvænt á sviði en sem betur fer var allt í lagi með hana og barnið sem hún fæddi 14. október síðastliðinn. Alicia eignaðist dreng sem skírður var Egypt. Söngkonan Celine Dion og eiginmaður hennar og umboðsmaður Rene Angelil eignuðust tvíburana Eddy og Nelson í október. Dóttir Paul McCartney, hönnuðurinn Stella McCartney, eignaðist sitt fjórða barn með eiginmanni sínum Alasdhair Willis 23. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða stúlku sem heitir Reiley. Nú eiga þau tvo drengi og tvær stúlkur. Isla Fisher og grínistinn Sacha Baron Cohen eignuðust sitt annað barn í september. Þau hafa náð að halda barninu algjörlega frá fjölmiðlum og því er ekki vitað hvort Olive litla stúlkan þeirra hafi eignast bróður eða systur. Leikarinn Matt Damon og eiginkona hans Luciana eignuðust fjórðu stúlkuna, Stellu Zavala, í október. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar af stærstu Hollywood stjörnunum sem eignuðust börn eða urðu óléttar á árinu 2010. Eftir margra mánaða vangaveltur viðurkenndi söngkonan Mariah Carey loksins að hún væri barnshafandi í lok október 2010. Sagan segir að hún gangi með tvíbura en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Söngkonan Pink sagði frá því að hún er ólétt í spjallþættinum Ellen um miðjan nóvember. Hún vonast eftir dreng að eigin sögn. Miranda Kerr og Orlando Bloom giftu sig í júlí og í ágúst staðfestu hjónin að þau eiga von á barni. Athygli vakti þegar Miranda sat fyrir kasólétt kviknakin í W tímaritinu. Vince Vaughn og eiginkona hans Kyla Weber eiga von á barni og eru í skýjunum samkvæmt heimildarmanni nákomnum hjónunum. Leikkonan Christina Applegate tilkynnti í júlí að hún væri ófrísk. Hún ætlar ekki að hætta að ganga á hælum þó hún sé að farast í löppunum á meðgöngunni. Eiginkona John Travolta, Kelly Preston, 47 ára, eignaðist dreng 23. nóvember síðastliðinn. Fyrir eiga hjónin dótturin Ellu Bleu og soninn Jett sem féll frá á síðasta ári. Söngkonan Alicia Keys og upptökustjórinn Swizz Beatz náðu að halda ástinni frá fjölmiðlum þangað til í maí á þessu ári en þá viðurkenndu þau trúlofun sína. Stuttu síðar datt Alicia óvænt á sviði en sem betur fer var allt í lagi með hana og barnið sem hún fæddi 14. október síðastliðinn. Alicia eignaðist dreng sem skírður var Egypt. Söngkonan Celine Dion og eiginmaður hennar og umboðsmaður Rene Angelil eignuðust tvíburana Eddy og Nelson í október. Dóttir Paul McCartney, hönnuðurinn Stella McCartney, eignaðist sitt fjórða barn með eiginmanni sínum Alasdhair Willis 23. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða stúlku sem heitir Reiley. Nú eiga þau tvo drengi og tvær stúlkur. Isla Fisher og grínistinn Sacha Baron Cohen eignuðust sitt annað barn í september. Þau hafa náð að halda barninu algjörlega frá fjölmiðlum og því er ekki vitað hvort Olive litla stúlkan þeirra hafi eignast bróður eða systur. Leikarinn Matt Damon og eiginkona hans Luciana eignuðust fjórðu stúlkuna, Stellu Zavala, í október.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira