Nick Cave valdi Ólöfu Arnalds 15. desember 2010 15:00 „Það er frábært að fá að spila á undan Nick Cave í hans heimalandi," segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds, sem hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu í Ástralíu um miðjan janúar. Forsprakki Grinderman er Ástralinn Nick Cave, sem hefur haldið tónleika hér á landi og einnig unnið með leikhópnum Vesturporti. Fyrirhugaðir eru nokkrir tónleikar með Ólöfu í Ástralíu í janúar og í framhaldi af því höfðu Cave og félagar samband við hana. „Út af því að það var ljóst að ég yrði í Ástralíu á þessum tíma var ég eitt af þeim atriðum sem komu til greina. Mér skilst að þeir hafi valið mig úr þeim hópi," segir Ólöf en um eina tónleika verður að ræða. Hún hefur lengi fylgst með ferli Nicks Cave. „Þetta er flottur listamaður og mikið skáld líka. Þetta verður mjög spennandi." Cave er flottur listamaður og tækifærið spennandi fyrir Ólöfu. Ólöf gaf nýlega út sína aðra plötu, Innundir skinni, sem hefur hlotið frábæra dóma bæði hér heima og erlendis. Lagið Madrid sem er að finna á plötunni var nýlega valið lag ársins í flokki söngvaskálda og hlýtur það einnig að teljast mikill heiður fyrir Ólöfu. „Mér finnst ánægjulegt að þetta lag skyldi fá þetta vægi því ég var frekar ánægð með það og hvernig ég samdi það," segir hún en lagið var ekki gefið út á smáskífu. Ítarlegt viðtal við Ólöfu verður birt í Fréttablaðinu á morgun þar sem hún talar um nýju plötuna og tónleikaferð sína um Evrópu og Bandaríkin. Þar hitaði hún upp fyrir frönsku sveitina Air og bandarísku grúppuna Blonde Redhead. Hér fyrir ofan er hægt að horfa á myndbandið við lagið Surrender af nýrri plötu Ólafar. Því er leikstýrt af Árna & Kinski. Björk syngur með Ólöfu í laginu. - fb Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
„Það er frábært að fá að spila á undan Nick Cave í hans heimalandi," segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds, sem hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu í Ástralíu um miðjan janúar. Forsprakki Grinderman er Ástralinn Nick Cave, sem hefur haldið tónleika hér á landi og einnig unnið með leikhópnum Vesturporti. Fyrirhugaðir eru nokkrir tónleikar með Ólöfu í Ástralíu í janúar og í framhaldi af því höfðu Cave og félagar samband við hana. „Út af því að það var ljóst að ég yrði í Ástralíu á þessum tíma var ég eitt af þeim atriðum sem komu til greina. Mér skilst að þeir hafi valið mig úr þeim hópi," segir Ólöf en um eina tónleika verður að ræða. Hún hefur lengi fylgst með ferli Nicks Cave. „Þetta er flottur listamaður og mikið skáld líka. Þetta verður mjög spennandi." Cave er flottur listamaður og tækifærið spennandi fyrir Ólöfu. Ólöf gaf nýlega út sína aðra plötu, Innundir skinni, sem hefur hlotið frábæra dóma bæði hér heima og erlendis. Lagið Madrid sem er að finna á plötunni var nýlega valið lag ársins í flokki söngvaskálda og hlýtur það einnig að teljast mikill heiður fyrir Ólöfu. „Mér finnst ánægjulegt að þetta lag skyldi fá þetta vægi því ég var frekar ánægð með það og hvernig ég samdi það," segir hún en lagið var ekki gefið út á smáskífu. Ítarlegt viðtal við Ólöfu verður birt í Fréttablaðinu á morgun þar sem hún talar um nýju plötuna og tónleikaferð sína um Evrópu og Bandaríkin. Þar hitaði hún upp fyrir frönsku sveitina Air og bandarísku grúppuna Blonde Redhead. Hér fyrir ofan er hægt að horfa á myndbandið við lagið Surrender af nýrri plötu Ólafar. Því er leikstýrt af Árna & Kinski. Björk syngur með Ólöfu í laginu. - fb
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira