Lífið

Heather Mills í skíðalandsliði fatlaðra

Hin breska Heather Mills hefur náð þeim árangri að komast í skíðalið fatlaðra í heimalandi sínu, en Mills missti hluta af fótlegg þegar lögreglumótorhjól keyrði á hana árið 1993.

Hún er nú komin skrefi nær langþráðum draumi sínum um að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra, en þeir verða haldnir í Rússlandi árið 2014. „Ég komst í breska skíðaliðið fyrir fatlaða. Ég komst að því fyrir um sex vikum og ég er mjög spennt. Það er ekki greint frá því hverjir komast í Ólympíuliðið fyrr en þremur mánuðum fyrir leikana. Ef maður er nógu heppinn að komast í landsliðið, sem ég er, þá fer maður á reynslu fyrir Ólympíuliðið.“

Mills segist hafa haft yndi af íþróttum allt sitt líf og að langþráður draumur hennar myndi rætast ef hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.