Lífið

Gylfi Ægis stígur á svið

Gylfi stígur á svið á Faktorý í kvöld og spilar sín vinsælustu lög.
Gylfi stígur á svið á Faktorý í kvöld og spilar sín vinsælustu lög.
Gylfi Ægisson verður með tónleika á Faktorý í kvöld. Þar ætlar hann að spila mörg af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Stolt siglir fleyið mitt, Minningu um mann og Í sól og sumaryl.

Gylfi fæddist og ólst upp á Siglufirði í umróti síldaráranna. Hann hafði þegar samið mörg lög þegar Hljómsveit Ingimars Eydal tók lag hans Í sól og sumaryl til flutnings árið 1972. Það lag varð sumarsmellurinn það árið og í kjölfarið kom Minning um mann, flutt af Logum frá Vestmannaeyjum. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og verða plötur Gylfa til sölu á staðnum. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.