Lífið

Fagrir kjólar á frumsýningu í Hollywood

Stuttur og munstraður Leikkonan Minka Kelly var í húðlituðum skóm með tösku í stíl.
Stuttur og munstraður Leikkonan Minka Kelly var í húðlituðum skóm með tösku í stíl.
Það er mikið um frumsýningar í Hollywood þessa dagana. Í vikunni var myndin Country Strong frumsýnd en aðalhlutverkið er í höndum leikkonunnar Gwyneth Paltrow.

Leikkonan Gwyneth Paltrow var afar fersk í hvítum síðum kjól með hárri klauf upp annan fótlegginn á frumsýningunni á Country Strong. Einnig fer leikkonan Leighton Meester, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í Gossip Girl-sjónvarpsþáttunum, með hlutverk í myndinni en hún er talin vera að fikra sig frá sjónvarpsskjánum yfir á hvíta tjaldið. Hún var einnig sumarleg í ferskjubleikum kjól og skóm í stíl.

Myndin Country Strong er dramamynd um hinn erfiða skemmtanabransa þar sem Paltrow leikur fallna stjörnu. Hún hefur fengið ágætisdóma vestanhafs.
Kántrípar Söngvarinn Tim McGraw leikur stórt hlutverk í myndinni og er hér ásamt söngkonunni og eiginkonu sinni Faith Hill. Nordicphotos/getty
Bleik Leikkonan Leighton Meester hefur eitthvað ruglast á árstíðum þegar hún fór í þennan bleika kjól en hann er afskaplega hressilegur. NordicPhotos/getty


Hjónasvipur Tobey Maguire var mættur ásamt konu sinni.
Fersk Gwyneth Paltrow var í vægast sagt umdeildum kjól sem vakti athygli pressunnar.
Leikstýran Shana Feste var glæsileg í síðum svörtum kjól.
Ekki nóg gott Raunveruleikastjarnan Kristen Cavallari var í flottum kjól sem þó fór hennar ljósu lokkum ekki nógu vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.