Lífið

Hera tilnefnd af Scandipop

Poppbloggið Scandipop kann að meta framlag Heru í Eurovision.
Poppbloggið Scandipop kann að meta framlag Heru í Eurovision.
Söngkonan Hera Björk er tilnefnd til tveggja verðlauna á tónlistarblogginu Scandipop, sem veitir nú verðlaun þriðja árið í röð.

Hera er tilnefnd fyrir plötu ársins í flokki kvenna fyrir plötuna Je Ne Sais Quoi, sem kom út í kjölfarið á þátttöku Heru í Euro­vision. Þá er Eurovision-lagið Je Ne Sais Quoi tilnefnt sem lag ársins í kvennaflokki.

Scandipop fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um skandinav­íska popptónlist. Á meðal þeirra sem eru einnig tilnefndir eru sænska poppprinsessan Robyn og Ace of Base. - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.