Lífið

Eyðir jólunum með bandarísku sjónvarpsfolunum

Andri Jónsson vingaðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley og eyðir jólunum með þeim í New York. Fréttablaðið/Stefán
Andri Jónsson vingaðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley og eyðir jólunum með þeim í New York. Fréttablaðið/Stefán

„Þeir ætla að vera saman í New York yfir hátíðarnar og buðu okkur að koma með," segir Andri Jónsson, 21 árs starfsmaður á Austri, en hann vingaðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley þegar þeir voru staddir hér á landi fyrir skömmu.

Andri og vinkona hans hafa nú bókað ferð til New York 23. desember og ætla að eyða jólunum með Hollywood-stjörnunum. „Það er ekki mikið búið að plana en við ætlum allavega út á lífið," segir Andri, en þau munu dvelja á hóteli í miðbæ Manhattan.

Tímasetning ferðarinnar er vægast sagt undarleg og því vert að spyrja Andra hvað fjölskyldunni finnist um þetta ferðalag yfir jólin. „Ég veit það ekki, þeim finnst þetta örugglega bara fínt," segir hann og hlær.

Þessar stelpur stilltu sér upp með sjónvarpsfolunum um daginn. Þær ná kannski annarri mynd næsta sumar.

Fréttablaðið greindi frá því þegar Penn Badgley úr Gossip Girl og Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives voru staddir hér á landi í lok nóvember. Þá kom fram að þeir hefðu haldið mest til á Austri og vingast við starfsfólkið, þar á meðal Andra.

„Þeir voru mjög ánægðir hérna og ætla mjög líklega að koma aftur í sumar. Þá langar til að sjá Ísland yfir sumartímann," segir Andri. Það er því nokkuð ljóst að þær íslensku stúlkur sem misstu af stjörnunum síðast, geta tyllt sér inn á Vegamót og Austur næsta sumar. - ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.