Lífið

Erpur og Steindi Jr nota gúmmíhanska

Steindur Jr og Erpur nota gúmmíhanska við að pakka spilinu Flakk.
Steindur Jr og Erpur nota gúmmíhanska við að pakka spilinu Flakk.

Borðspilið Flakk kom á markað nú fyrir jólin en spilið hönnuðu nokkrir félagar sem áttu það sameiginlegt að finnast ekkert til af borðspilum annað en orða- og spurningaspil. Framleiðsla spilsins fer öll fram hér á Íslandi og pakka framleiðendurnir spilunum sjálfir.

Viðtökur spilsins hafa verið það góðar undanfarið að allir sem vettlingi geta valdið voru fengnir til aðstoðar. Stjörnurnar Steindi Jr. og Erpur mættu til að aðstoða við pökkunina og notuðust þeir við gúmmíhanska eins og myndirnar sýna greinilega.

„Þeir voru mjög duglegir og engin spil féllu á gæðaprófinu eftir pökkun. Erfitt var að fá þá til að einbeita sér að verkefninu í byrjun en svo kom það og þeir unnu eins og róbótar við pökkunina." segir Svavar Melberg sem er einn hönnuða spilsins og eigenda Drekafisk sem gefur spilið út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.