Fleiri fréttir

Tónleikastríð á Menningarnótt

„Margir hafa verið að velta fyrir sér hvort við ættum ekki að vera að „presentera“ Rásar 2 tónleikana og þeir okkar, en Bylgjan hefur verið að þróast mikið og er ekki eins fyrirsjáanleg og fólk myndi halda,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, kynningarstjóri Bylgjunnar, um tónleika útvarpsstöðvarinnar á Ingólfstorgi á Menningarnótt.

Ljósmyndir úr geimnum

Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe hefst í dag fyrir framan Hallgrímskirkju. Ljósmyndirnar, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hefur tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum.

Lokaverk úr tveimur listaháskólum

„Einhvers konar upphaf er ekki endilega með þeim fyrirsjáanlega endi sem þú hélst í byrjun,“ segir Katrín Dagmar Beck, danshöfundur og dansari, um ný sviðslistaverk hennar, Móðurmál og Föðurland. Verkin voru lokaverkefni hennar, en Katrín útskrifaðist í vor úr Listaháskólanum og Salzburg Experimental Academy of Dance.

Smáskífa frá Sometime

Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína af plötu sinni Supercali-fragilisticexpialidocious. Smáskífan nefnist Heart of Spades og kemur út á netinu og á kassettu í fimmtíu númeruðum eintökum. Með kassettunni fylgir frítt niðurhal af henni á síðunni Tónlist.is. Á smáskífunni eru fimm endurhljóðblandanir eftir Steed Lord, SvenBit, Introbeats, Oculus og Trulz & Kjex. Kassettan fæst einungis í tískuverslununum KVK og KronKron. Einnig er hægt að kaupa lögin á tonlist.is, grapewire.net og fleiri síðum. Sometime fagnar útgáfunni í kvöld klukkan 20.20 í versluninni KVK, Laugavegi 58a.-fb

Nepalskar konur halda árlega hátíð

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að matreiða fyrir konurnar þetta kvöld,“ segir Deepak Panday á veitingastaðnum Kitchen á Laugavegi. Þar munu um þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu nepölsku Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra.

Grínistar fá tækifæri

Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hlakkar til að koma ungum grínistum á framfæri í nýja þættinum sínum sem hefst á sjónvarpsstöðinni NBC 14. september. „Ég vona að fólkið verði frægt og verði boðið að koma fram í öðrum sjónvarpsþáttum,“ sagði Leno, sem hóf feril sinn sem uppistandari.

Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé

„Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síðastliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóður bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar.

Fær vonandi Kurt Russell kött

Hugleikur Dagsson kynnir nýja bók, Eineygði kötturinn kisi og og ástandið: seinni hluti – Flóttinn frá Reykjavík, á Menningarnótt, annars vegar í Eymundsson, Austurstræti, þar sem gestir geta komið og myndað kött sinn með Hugleiki, og hins vegar á Bakkusi.

Spila í Listasafninu

Páll Óskar og Monika halda tvenna tónleika í Listasafni Einars Jónssonar í dag klukkan 16 og svo aftur klukkan 18. Þau munu flytja vinsælustu lög Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpuna, auk ýmiss annars góðgætis af efnis-skránni þeirra. Aðgangur er ókeypis.

Fljótandi markaður

„Við vorum nokkrir vinir sem tókum okkur saman í vetur og ákváðum að taka til í skápum og geymslum og halda flóamarkað um borð í Hvalasetrinu.

Jói Fel á hrefnuveiðum

„Auðvitað ætti bara að skipta út hvalaskoðunarferðum fyrir þetta, menn gætu bara farið á hvalveiðar, komist í almennilegt návígi við dýrið,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel.

Opnunarpartý - myndir

„Þetta eru ljósmyndir sem ég tek. Bara hráar. Svo klippi ég þær út og vinn bakgrunninn og öll element þar til ég er sátt við söguna sem ég er að segja þannig að þetta verði ævintýralegt,“ svarar Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sem opnaði ljósmyndasýningu á neðri hæð í Gerðubergi í Breiðholti í gær. „Ég er menntaður grafískur hönnuður úr Listaháskólanum árið 2002 en er amatör ljósmyndari," segir hún. „Ég er komin með alls konar bakgrunn og hef ferðast um landið og myndað. Svo set ég vini og vinkonur í hlutverkin. Annars starfa ég hjá RÚV. Ég vinn í grafíkinni í sjónvarpinu. Þá í sjónvarspáttunum og auglýsingunum." Á bleiku skýi eftir opnunarpartý „Vinir og vandamenn komu og fullt af alls konar fólki frá Rúv. Ég sendi fullt af boðskortum. Ég er í skýjunum. Ég svíf bara um á bleiku skýi í dag en er að reyna að vinna."

Indverskir kvikmyndagerðarmenn flykkjast til Íslands

„Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla,“ segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar.

Sveppi og Auddi í hlutverk handrukkara, róna og sjómanna

„Þetta verður svona yfirbragðið á þáttunum núna, þeir verða þematengdir. Sveppi og Auddi ætla að vera sjómenn, handrukkarar og núna eru þeir að prófa hvernig það er að vera róni í Reykjavík,“ segir Kristófer Dignus, framleiðandi sjónvarpsþáttanna með þeim Auðunni Blöndal og Sverri Þór Sverris-syni. Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að ná tali af þeim Audda og Sveppa þar sem þeir voru útigangsmenn í gær og það þykir fremur sjaldgæf sjón að sjá þá tala við fjölmiðla í gsm-síma.

Latibær býður upp á tónleika

„Í fyrra voru um 5.000 hlauparar og um 12.000 manns á svæðinu, en við búumst við heldur fleirum í ár,“ segir Gunnar Helgason, leikari og umsjónarmaður skemmtidagskrár, um Latabæjarhlaupið. Hlaupið fer fram í fjórða sinn á morgun klukkan 13, en upphitun hefst í Hljómskálagarðinum um 20 mínútum fyrr.

Fimmtíu íslenskar umsóknir á RIFF

Alls bárust fimmtíu umsóknir frá íslensku kvikmyndagerðarfólki til Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin 17. til 27. september. Af þeim verða vel á annan tug mynda sýndar, bæði myndir í fullri lengd og stuttmyndir. Á meðal þeirra er Louise Michel eftir Sólveigu Anspach, stuttmyndin Flæktar sálir og fáein símanúmer eftir Ísold Uggadóttur og heimildarmyndin Edie & Thea: A Very Long Engagement sem Gréta Ólafsdóttir framleiðir. Susan Muska leikstýrir síðastnefndu myndinni, sem hlaut áhorfendaverðlaun sem besta heimildarmyndin á Outfest-hátíðinni fyrr á árinu.

Nýjum sjónvarpsþætti fagnað

Aðstandendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Ástríðar fögnuðu frumsýningu á skemmtistaðnum Barböru við Laugaveg 22.

Læknar Jacksons kærðir

Bandarískir og breskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að tveir af einkalæknum Michaels Jackson yrðu færðir í gæsluvarðhald og hugsanlega kærðir fyrir aðild að dauða poppgoðsins.

ELM sýnir á tískuviku í París

Hönnunarfyrirtækið ELM Design frumsýnir vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 á tískuviku í París og New York í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í tíu ár og selur hönnun sína í um níutíu verslunum víðs vegar um Bandaríkin og yfir fimmtíu verslunum í Evrópu, þar á meðal í Selfridges, Browns og Liberties í London.

Bandarísk fegurðardís heilluð af Íslendingasögum

Carrie Roy, fyrrverandi Ungfrú Norður-Dakóta og sjónvarpsstjarna í Boston, var nýverið í heimsókn hér á landi hjá vinum sínum sem hún kynntist er hún stundaði nám í íslenskum þjóðsögum við Háskóla Íslands.

Íslenskir víkingar í Póllandi

Tveir af meðlimum bardagafélagsins Einherja í Reykjavík fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir sóttu stærstu víkingahátíð í heimi sem haldin er ár hvert í bænum Wolin.

Hópflúrun og þaktónleikar

„Við vorum með tónleika hérna í fyrra með Sign og Nögl og fleirum og það var alveg stappað af fólki og rosalega gaman. Þannig að við ákváðum að gera þetta bara stærra og betra núna,“ segir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir hjá Reykjavík Ink við Frakkastíg um dagskrá menningarnætur hjá þeim.

Berjasprettan gerist vart betri

Berjadagar á Ólafsfirði hefjast í kvöld. Örn Magnússon skipuleggjandi hlær þegar blaðamaður spyr hann hvort hátíðin sé í keppni við Menningarnótt. „Ég sagði nú einhvern tíman að það yrði nú að vera eitthvað fyrir norðan líka svo landið sporðreistist ekki, en nei, það er nú eitthvað sem við keppum ekki við. En við eigum okkar sess hérna og fólk hefur komið hérna alls staðar af á landinu til að vera á Berjadögum.“

Oprah skotin í Jay-Z

Samkvæmt bandarísku útvarpsstöðinni O Radio féll Oprah Winfrey fyrir rapparanum Jay-Z þegar hún tók nýlega viðtal við hann í spjallþætti sínum. Oprah, sem er 55 ára, segir rapparann hafa ilmað sérstaklega vel.

Ashlee reið Perez

Söngkonan Ashlee Simpson er reið út í slúðurbloggarann Perez Hilton fyrir slúðurmola sem hann ritaði um hana á bloggsíðu sinni. Samkvæmt fréttinni á Simpson að hafa drukkið sig fulla í veislu sem eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Pete Wentz, hélt og látið öllum illum látum og á jafnvel að hafa skipað eiginmanninum heim í rúmið.

Fullt út úr dyrum á Jazzhátíð

„Þetta hefur gengið alveg hreint glimrandi,“ segir Pétur Grétarsson, skipuleggjandi Jazzhátíðar Reykjavíkur. „Fyrsta vikan er að klárast. Við höfum oft verið dálítið seinir í gang en núna startaði hún með miklum látum. Við erum alveg búnir að sprengja utan af okkur Rosenberg.“

Guðjón Davíð verður Ormur Óðinsson í Gauragangi

„Við erum búin að mynda þetta fræga þríeyki í Gauragangi, Guðjón Davíð Karlsson, Gói, verður Ormur Óðinsson og honum til halds og traust verða þau Hallgrímur Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Skrifaði meistararitgerð um Elvis

Ólafur Halldór Ólafsson, bassaleikari rokksveitarinnar Weapons, er nýkominn heim frá Tennessee í Bandaríkjunum þar sem hann skrifaði meistaraverkefni um sögu Elvis Presley, eins helsta áhrifavaldar síns og sveitarinnar.

Popparar heiðra Lennon

Einvalalið íslenskra tónlistarmanna hyggst heiðra Bítlagoðsögnina John Lennon á tónleikum á Nasa. Skipuleggjandi tónleikanna ætlar að bjóða Yoko Ono og býst fastlega við að hún þekkist boðið. Þar til annað kemur í ljós.

Réðu 19 ára trymbil

Nítján ára trommari, Mike Byrne, hefur gengið til liðs við rokkarana í Smashing Pumpkins. Forsprakkinn Billy Corgan hélt áheyrnarpróf fyrir framtíðartrommara sveitarinnar og um eitt þúsund sóttu um hina eftirsóttu stöðu. „Mike virtist hafa þennan X-Faktor sem allir frábærir trommarar hafa. Hann býr yfir ótrúlegri blöndu af krafti, hraða og reisn,“ sagði Corgan um Byrne. „Ég er spenntur fyrir því að vinna með honum í framtíðinni. Hann á svo sannarlega skilið þetta tækifæri. Hann á eftir að gera mig að betri tónlistarmanni.“

Húðflúraði laglínu eftir pabba

„Þetta var sjúklega vont, eiginlega bara ógeðslega sársaukafullt. Það er ekki gott að láta húðflúra á sér rifbeinin," segir Oddur Snær Magnússon. Hann lét nýverið húðflúra á sig laglínu úr hinu sígilda lagi Trúbrots, To be Grateful, sem faðir hans, Magnús Kjartansson, söng svo eftirminnilega á hljómplötunni Lifun.

Noel má taka upp sólóplötu

Liam Gallagher, söngvari Oasis, ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að bróðir hans Noel taki upp sólóplötu. Noel hefur gefið í skyn að hann vilji taka upp sína fyrstu sólóplötu eftir að Oasis lýkur núverandi tónleikaferð sinni.

Hasar að hætti Seagals á svið

„Við erum einmitt að fínstilla bardagaatriðin,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA um sýningu leikhópsins Cobra Kai, Kata-Dori: !!Seagal!! sem frumsýnd verður á laugar­daginn í Leikhús-Batteríinu.

Framkoma er engin töfrabrögð

„Ég lærði alþjóðaviðskipti og hún er menntaður stjórnmálafræðingur. Okkur langar að tala um mismunandi kynningaraðferðir, af hverju fólk er að nota power point, af hverju ekki og svo tala um mismunandi aðstæður sem fólk getur lent í þegar það er að koma fram,“ segir Finnur Þ. Gunnþórsson, en hann og Vera Knútsdóttir standa fyrir fríu framkomunámskeiði sem hefst klukkan sex í kvöld í Austurbæjarbíói.

Meðlimur Pistols sér Hjálma

Bassaleikarinn Glen Matlock, einn af uppruna­legum meðlimum Sex Pistols, verður á meðal gesta á tónleikum hljómsveitarinnar Hjálma í Austurbæ á föstudag. „Hann er bara að koma á tónleikana. Það kom til tals að hann myndi klára plötu hjá mér í stúdíó­inu. Ætli hann sé ekki aðallega að koma í helgar­ferð og kíkja á stúdíóið,“ segir Kiddi í Hjálmum.

Krúserar spæna malbikið í kvöld

Krúserar, klúbbur áhugamanna um klassíska fornbíla, stendur fyrir sínu árlega Krúserkvöldi í kvöld. Uppákoman verður haldin frá 19 til 21 á planinu fyrir utan verslun N1 við Bíldshöfða þar sem sýnd verða mörg af flottustu tryllitækjum landsins. Einnig mun blúsband leika tónlist frá þeim tíma þegar þessar bíltegundir runnu fyrst af færibandinu og munu menn klæða sig upp með lakkrísbindi og sólgleraugu.

Djöflar helvítis og ræningjar

Spennan er allsráðandi í bíóhúsum um helgina, en Drag Me to Hell og The Taking of Pelham 123 voru frumsýndar í gær. Frumkvöðull hryllingsmynda með gamansömu ívafi, Sam Raimi, leikstjóri Evil Dead, snýr aftur eftir langt hlé frá hryllingnum með Drag Me to Hell.

Nýjar áherslur í eyðimörk

Þriðja plata ensku hljómsveitarinnar Arctic Monkeys, Humbug, kemur út á mánudaginn. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftir­væntingu enda er sveitin talin ein sú efnilegasta í rokkinu í dag.

Rándýr hús erfið í sölu - myndband

Gríðarlegur samdráttur hefur orðið á fasteignamarkaði hérlendis en sérfræðingar spá því að verð á fasteignum muni lækka enn frekar áður en það fer upp að nýju. Í kvöld klukkan 18:55 í Ísland í dag verður fjallað...

Atli Fannar hættir sem ritstjóri Monitor

Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor heldur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum ritstjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli.

Kokkar mótmæla stýrivöxtum með skeggvexti

Tveir af þekktustu matreiðslumönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni, hafa tekið höndum saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en friðsömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stigum en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst.

Jungle Drum enn á toppnum

Lag Emilíönu Torrini, Jungle Drum, hefur nú setið í sjö vikur samfleytt í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið komst fyrst á listann 6. júní og sat þá í 12. sæti. Hinn 4. júlí komst lagið síðan á toppinn og hefur setið þar allar götur síðan. Vinsældir lagsins, sem er tekið af nýjustu plötu Emilíönu, Me and Armini, má rekja til þess er það hljómaði í hinum vinsæla raunveruleikaþætti Germany‘s Next Top Model.

Velja átta fjölskyldur í raunveruleikaþátt

„Ég held að við séum með á bilinu þrjátíu til fimmtíu umsóknir,“ segir Þóra Björg Clausen, aðstoðardagskrárstjóri Skjásins, um þáttinn Skemmtigarðinn sem fer í loftið á Skjáeinum 18. september. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag og munu tökur hefjast í næstu viku, en í þáttunum etja átta fimma manna fjölskyldur kappi í leikjum og þrautum í Skemmtigarðinum í Grafarvogi.

Sjá næstu 50 fréttir