Popparar heiðra Lennon 20. ágúst 2009 05:45 Óttar Felix blæs til mikillar veislu þann 9. september á Nasa þegar fjöldi tónlistarmanna heiðrar minninguJ ohns Lennon. Einvalalið íslenskra tónlistarmanna hyggst heiðra Bítlagoðsögnina John Lennon á tónleikum á Nasa. Skipuleggjandi tónleikanna ætlar að bjóða Yoko Ono og býst fastlega við að hún þekkist boðið. Þar til annað kemur í ljós. Tónleikarnir verða 09.09.09 eða miðvikudaginn 9. september. Óttar Felix Hauksson, sem hefur veg og vanda af veislunni, segir dagsetninguna enga tilviljun þótt sú staðreynd liggi ekki alveg í augum uppi hjá hinum sauðsvarta almúga. „Talan níu var mikill örlagavaldur í lífi Lennons. Hann var náttúrlega fæddur þann 9. október, Yoko Ono hitti hann í fyrsta skipti þann 9. nóvember 1966, níu árum eftir að leiðir hans og Pauls McCartney lágu fyrst saman, og Sean, sonur hans, fæddist þann 9. október," útskýrir Óttar. Hann bætir við að þótt Lennon hafi verið skotinn af Mark Chapman síðla kvölds þann 8. desember 1980 í New York þá hafi 9. desember verið runninn upp í fæðingaborg hans, Liverpool. „Og svo samdi Lennon þrjú lög með tölunni níu; One After 909, Revolution 909 og #9 Dream." Sem sagt, Lennon lifði í níunni og Óttar segir það einfaldlega skyldu sína að heiðra minningu Bítilsins á þessum degi. „Við fáum ekki aðra svona dagsetningu fyrr en eftir þúsund ár." Óttar hefur fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp söngvara sem ætla að spreyta sig á mörgum af þekktustu lögum Bítlanna og Lennons. Meðal þeirra má nefna Björgvin Halldórsson, Egil Ólafs, Hauk Heiðar yngri, Helga Björns, Ingó, Krumma og Stefán Hilmarsson. „Fyrri hlutinn verður tileinkaður ferli Lennons með Bítlunum og þá fá gestir að heyra lög á borð við Ticket to Ride, In My Life og Lucy in the Sky with Diamonds. Eftir hlé horfum við síðan til New York-tímabilsins og sólóferilsins," útskýrir Óttar en þá ættu að hljóma lög á borð við Working Class Hero, Imagine og Jealous Guy. Óttar hyggst að sjálfsögðu senda Yoko Ono, ekkju Lennons, boðskort. „Og þangað til annað kemur í ljós þá geri ég fastlega ráð fyrir því að hún mæti."freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Einvalalið íslenskra tónlistarmanna hyggst heiðra Bítlagoðsögnina John Lennon á tónleikum á Nasa. Skipuleggjandi tónleikanna ætlar að bjóða Yoko Ono og býst fastlega við að hún þekkist boðið. Þar til annað kemur í ljós. Tónleikarnir verða 09.09.09 eða miðvikudaginn 9. september. Óttar Felix Hauksson, sem hefur veg og vanda af veislunni, segir dagsetninguna enga tilviljun þótt sú staðreynd liggi ekki alveg í augum uppi hjá hinum sauðsvarta almúga. „Talan níu var mikill örlagavaldur í lífi Lennons. Hann var náttúrlega fæddur þann 9. október, Yoko Ono hitti hann í fyrsta skipti þann 9. nóvember 1966, níu árum eftir að leiðir hans og Pauls McCartney lágu fyrst saman, og Sean, sonur hans, fæddist þann 9. október," útskýrir Óttar. Hann bætir við að þótt Lennon hafi verið skotinn af Mark Chapman síðla kvölds þann 8. desember 1980 í New York þá hafi 9. desember verið runninn upp í fæðingaborg hans, Liverpool. „Og svo samdi Lennon þrjú lög með tölunni níu; One After 909, Revolution 909 og #9 Dream." Sem sagt, Lennon lifði í níunni og Óttar segir það einfaldlega skyldu sína að heiðra minningu Bítilsins á þessum degi. „Við fáum ekki aðra svona dagsetningu fyrr en eftir þúsund ár." Óttar hefur fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp söngvara sem ætla að spreyta sig á mörgum af þekktustu lögum Bítlanna og Lennons. Meðal þeirra má nefna Björgvin Halldórsson, Egil Ólafs, Hauk Heiðar yngri, Helga Björns, Ingó, Krumma og Stefán Hilmarsson. „Fyrri hlutinn verður tileinkaður ferli Lennons með Bítlunum og þá fá gestir að heyra lög á borð við Ticket to Ride, In My Life og Lucy in the Sky with Diamonds. Eftir hlé horfum við síðan til New York-tímabilsins og sólóferilsins," útskýrir Óttar en þá ættu að hljóma lög á borð við Working Class Hero, Imagine og Jealous Guy. Óttar hyggst að sjálfsögðu senda Yoko Ono, ekkju Lennons, boðskort. „Og þangað til annað kemur í ljós þá geri ég fastlega ráð fyrir því að hún mæti."freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp