Lífið

Nepalskar konur halda árlega hátíð

Þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra.
Þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra.

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að matreiða fyrir konurnar þetta kvöld,“ segir Deepak Panday á veitingastaðnum Kitchen á Laugavegi. Þar munu um þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu nepölsku Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra.

„Þetta er aldagömul hátíð sem nepalskar og indverskar konur halda upp á úti um allan heim á hverju ári. Indverjar fagna því ekki á sama tíma, en á svipaðan hátt. Konurnar koma saman uppáklæddar, oft í rauðum sari sem er tákn giftra kvenna. Svo borða þær saman, dansa og biðja fyrir langlífi og heilsu eiginmanna sinna. Í kjölfarið fasta þær svo í tvo daga, eða þangað til eiginmenn þeirra gefa þeim leyfi til að borða á ný, en fyrir konurnar er það mikill heiður að fasta fyrir eiginmenn sína,“ útskýrir Panday. Aðspurður segir hann að um níutíu Nepalar séu búsettir á Íslandi, en Kitchen sérhæfir sig í nepalskri matseld og mun Panday framreiða ýmiskonar góðgæti.

„Ég ætla að bjóða upp á svínakjöt, kjúkling, grænmeti, pilau-hrísgrjón og einhver sætindi. Aðeins konurnar borða saman þetta kvöld, en samkvæmt hefðinni mega mennirnir borða matinn sem þær leifa.“- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.