Lífið

Fljótandi markaður

Eva María, markaðsstjóri hjá Eldingu, segir að mikið verði um að vera í kringum gömlu höfnina í dag.fréttablaðið/Pjetur
Eva María, markaðsstjóri hjá Eldingu, segir að mikið verði um að vera í kringum gömlu höfnina í dag.fréttablaðið/Pjetur

„Við vorum nokkrir vinir sem tókum okkur saman í vetur og ákváðum að taka til í skápum og geymslum og halda flóamarkað um borð í Hvalasetrinu.

Það gekk svo vel að við ákváðum að endurtaka leikinn núna í tilefni menningar-dagsins og halda markað bæði á bryggjunni og um borð í skipinu," segir Eva María Þórarinsdóttir, markaðsstjóri hjá Eldingu.

Að sögn Evu Maríu verða um tíu manns með bása á markaðnum í dag þar sem hægt verður að kaupa allt milli himins og jarðar. Heitt verður á könnunni og boðið verður upp á ratleik um höfnina fyrir fjölskyldur.

„Ratleikurinn hefst um borð í Hvalasetrinu og stendur yfir allan daginn. Það verður þrisvar sinnum dregið um verðlaun yfir daginn og koma verðlaunin frá fyrirtækjum í nágreni við höfnina." Auk flóamarkaðarins býðst gestum að skoða listasýningu á vegum Félags frístundamálara sem verður á neðri hæð Hvalasetursins. Flóamarkaðurinn hefst klukkan 11 í dag, en Hvalasetrið verður opið frá klukkan 8.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.