Fleiri fréttir

Kalli Berndsen í útrás

„Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt,“ segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu.

Fyrsti dúett Ragga og Megasar

Raggi Bjarna kemur fram með Megasi í fyrsta sinn á 75 ára afmælistónleikum sínum í Laugar­dalshöll 26. september. Saman ætla þeir að syngja Megasarlagið Meyfreyjublús sem Raggi Bjarna gerði vinsælt fyrir nokkru.

Dylan handtekinn

Lögreglan í New Jersey þurfti að hafa afskipti af tónlistarmanninum Bob Dylan þegar sást til hans spranga um í garði seint um kvöld fyrir utan einbýlishús í bænum Long Branch.

Geimverur í efsta sætinu

Geimverumyndin District 9 fór beint í efsta sætið vestanhafs yfir vinsælustu myndir helgarinnar. Þetta góða gengi kom á óvart enda leikstýrði óþekktur leikstjóri myndinni og leikara­liðið er ekki skipað neinum stjörnum. Þess ber þó að geta að Peter Jackson, sem leikstýrði Lord of the Rings-þríleiknum, framleiddi myndina og átti þátt í markaðssetningu hennar. District 9 sló hasarmyndina GI Joe úr efsta sætinu. Í þriðja sæti á listanum er The Time Traveler"s Wife með Eric Bana í aðalhlutverki.

Klikkað fólk úr Kópavoginum

Tökum á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandinu, lauk um helgina. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við síðasta daginn.

Númi kokkur hættir með Segurmo

Kokkurinn knái Númi Thomasson hefur ákveðið að taka sér frí frá eldamennsku um óákveðinn tíma og mun því hætta rekstri veitingastaðarins Segurmo, sem er í húsnæði Boston á Laugavegi, í lok mánaðarins.

Skátar leggja upp laupana

Kveðjutónleikar hljómsveitarinnar Skáta verða haldnir á Sódómu Reykjavík næstkomandi föstudag. Eftir sex ára starf hefur sveitin ákveðið að hætta störfum.

Saman á Akureyri

Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnar­son úr hljómsveitinni Buff halda tvenna tónleika á Akureyri í vikunni. Samstarf þeirra hófst vegna sameiginlegs áhuga á bandarískri Suðurríkjatónlist og verður efnisskrá tónleikanna af þeirri ætt.

Woodpigeon spilar

Kanadíski tónlistarmaðurinn Woodpigeon kemur fram á tónleikum á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Woodpigeon, sem er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilton, hefur stundum verið nefndur í sömu andrá og Fleet Foxes, Sufjan Stevens og Grizzly Bear.

Peter Andre fær nýjan raunveruleikaþátt

Peter Andre virðist vera fóta sig vel eftir skilnaðinn við Katie Price, betur þekkta sem Jordan. Nú hefur hann fengið sinn eigin raunveruleikaþátt á ITV2 sjónvarpsstöðinni.

Fangar á Litla hrauni opna sig

Í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag kynnumst við starfsemi Litla hrauns frá A til Ö. Þar heyrum við sögur fjölmargra fanga, um líf þeirra og störf, vonir og eftirsjár. Ekki missa af Ísland í dag í kvöld.

Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt

Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár?

Mary J. Blige í Idolinu

Bandaríska söngkonan Mary J. Blige verður gestadómari í American Idol þegar áheyrnarprufur fara fram í Atlanta. Gestadómarar hafa verið fengnir til að fylla skarð Paulu Abdul sem ekki var boðin nýr samningur sem dómara í þáttaröðinni. Meðal þeirra eru Katy Perry og Victoria Beckham.

George Michael: Ég var edrú

Breska stórstjarnan George Michael segist hafa verið edrú þegar bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl í gærmorgun. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Söngvaranum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.

Tónleikagestir sungu afmælissönginn fyrir Madonnu

Þúsundir tónleikagesta tóku sig til í gær og sungu afmælissönginn fyrir stórstjörnuna Madonnu þegar hún tróð upp á tónleikum í Varsjá í Póllandi. Það var á milli á laga sem aðdáendur brustu í söng.

Telur að Mel verði flottur í pabbahlutverkinu

Hin rússneska Oksana Grigorieva óttast ekki að unnusti hennar, ástralski leikarinn Mel Gibson, muni ekki standa sig í föðurhlutverkinu. Þvert á móti telur hún að Mel verði flottur í pabbi. Jafnframt bendir hún á þá staðreynd að Mel eigi sjö börn nú þegar.

Lindsay reynir að bjarga ferlinum

Hin 23 ára gamla leikkona, Lindsay Lohan, hefur ekki fengið mörg boð um kvikmyndaleik undanfarin misseri. Kvikmyndaframleiðendum hefur ekki þótt fýsilegur kostur að hafa hina skemmtanaglöðu leikkonu á launaskrá sinni. Auk þess hafa heldur margar neikvæðar fréttir birst af henni sem hafa að margra mati ekki hjálpað ferli hennar.

Það ferskasta í boði á RIFF

Keppnismyndir Vitrana, aðalkeppnisflokks Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafa verið kynntar. Gildar til keppni eru fyrstu eða aðrar myndir leikstjóra í fullri lengd og hlýtur sigurvegarinn titilinn Uppgötvun ársins og gripinn Gyllta lundann. "Það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

U2 setti met á Wembley

Írska hljómsveitin U2 setti aðsóknarmet á Wembley íþróttaleikvanginum í gærkvöldi þegar hátt í 88 þúsund manns mættu á tónleika þeirra. Fyrra metið átti Rod Stewart þegar 83 þúsund manns mættu á tónleika hans árið 1995.

Amy á Facebook undir dulnefni

Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbókinni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu.

Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer

"Þeir eru ekki með sama "skets“ og eru með sinn í allt öðru "konsepti“,“ segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks. Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jónsson & Le'macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttunum 24 kemur við sögu.

George Michael handtekinn

Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn í morgun eftir að bifreið hans lenti í árekstri við vörubíl í Berkshire á Bretlandi í morgun. Vitni að árekstrinum töldu söngvarann látinn í fyrstu þar sem hann lá hreyfingarlaus í um tíu mínútur eftir óhappið.

Íslenskt Væpát í Argentínu

„Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra,“ segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Dikta skoðar Þýskalandsmarkað

„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika.

Go-Kart braut á Korputorgi

„Þetta er bara hlutur sem allir verða að prófa. Ég get voða lítið sagt annað. Þetta er bara svo gaman að ég held varla vatni þegar ég fer fram úr á morgnana,“ segir Karim Djermoun um Go-Kart brautina á Korputorgi. Brautin verður formlega opnuð í dag, en Karim var með brautina á Reykjanesi fyrir fjórum árum.

Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu

Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers.

Dagur pabbi í þriðja sinn

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson og eiginkona hans Arna Einarsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í gær þegar hraustlegur drengur kom í heiminn. Fyrir áttu þau fimm ára stelpu og fjögurra ára gamlan strák.

Múm fyrst á Gogoyoko

Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm, Sing Along to Songs You Don't Know, verður fáanleg á síðunni Gogo­yoko.com frá og með mánudeginum 17. ágúst. Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum á síðunni. Platan kemur formlega út í Evrópu 24. ágúst hjá Morr Music og sama dag hjá Euphoni í Norður-Ameríku.

Bitist um Gulla Helga

Eitt helsta tromp Einars Bárðarsonar á nýrri útvarpsstöð er Gulli Helga. Dramatískar vendingar urðu hins vegar áður en endanlegir samningar tókust.

Sjá næstu 50 fréttir