Bandarísk fegurðardís heilluð af Íslendingasögum 21. ágúst 2009 04:00 Fegurðardrottningin og háskólaneminn Carrie Roy stundaði nám í íslenskum þjóðsögum við Háskóla Íslands. fréttablaðið/arnþór Carrie Roy, fyrrverandi Ungfrú Norður-Dakóta og sjónvarpsstjarna í Boston, var nýverið í heimsókn hér á landi hjá vinum sínum sem hún kynntist er hún stundaði nám í íslenskum þjóðsögum við Háskóla Íslands. Carrie leggur núna stund á doktorsnám í þjóðsagnfræði við Háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum og ákvað að líta við á Íslandi áður en hún færi á ráðstefnu í Svíþjóð. Hún hefur rannsakað Íslendingasögurnar og íslensku þjóðsögurnar og heillast mjög af þeim. „Það eru ekki mörg tímabil í miðaldar-sögunni sem eru jafn vel skrásett og Íslendingasögurnar,“ segir Carrie, sem hefur lifað viðburðaríku lífi. „Ég ólst upp á búgarði í Norður-Dakóta og hafði alltaf mjög gaman af íþróttum. Ég var góð í kringlukasti og kúluvarpi og mér voru boðnir skólastyrkir í mörgum skólum. Ég valdi Harvard og þar lagði ég stund á höggmyndalist og ljósmyndun. Síðan gerði ég verkefni um norræna menningu í miðvesturhluta Bandaríkjanna því mér fannst hún mjög áhugaverð,“ segir Carrie. „Í Norður-Dakóta ólst ég upp við norræn menningar-áhrif, bæði norsk og sænsk en líka þýsk. Í bænum sem ég ólst upp í bjó líka fólk af íslenskum uppruna.“ Þegar Carrie var í Harvard og bjó í Boston sótti hún um starf í sjónvarpsþættinum Knock First, sem fjallaði um breytta hönnun á herbergjum unglinga. Kenndi hún unglingum að nota rafmagnsverkfæri, sem var nokkuð undarleg reynsla að hennar mati. „Við tókum upp um 65 þætti og unnum í tólf til átján klukkustundir á dag. Þetta var mikil pressa en líka mjög gaman. Eftir það ákvað ég að fara aftur í skóla og læra.“ Fleira hefur drifið á daga hennar því hún tók þátt í keppninni Ungfrú Norður-Dakóta um aldamótin í von um að eiga betri möguleika á skólastyrk. „Ég var kringlukastari og kúluvarpari og hafði ekki mikinn áhuga á fegurðarsamkeppnum. Ég var frekar undrandi þegar ég vann keppnina,“ segir hún. Næst var komið að keppninni Ungfrú Ameríka. „Ég komst ekki á topp tíu en ég var kjörin svalasta stúlkan af einu dagblaði. Þeim fannst svo áhugavert að ég stundaði ólympískar lyftingar og að uppáhaldsbíómyndin mín væri Gladiator en ekki Gone with the Wind,“ segir hún og hlær. Að námi loknu hefur Carrie sett stefnuna á að verða prófessor í þjóðsagnfræði og norrænni miðaldasögu. Ljóst er að þarna er heldur betur fjölhæf stúlka á ferðinni sem mun eiga nóg af sögum í pokahorninu til að segja barnabörnum sínum í framtíðinni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Carrie Roy, fyrrverandi Ungfrú Norður-Dakóta og sjónvarpsstjarna í Boston, var nýverið í heimsókn hér á landi hjá vinum sínum sem hún kynntist er hún stundaði nám í íslenskum þjóðsögum við Háskóla Íslands. Carrie leggur núna stund á doktorsnám í þjóðsagnfræði við Háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum og ákvað að líta við á Íslandi áður en hún færi á ráðstefnu í Svíþjóð. Hún hefur rannsakað Íslendingasögurnar og íslensku þjóðsögurnar og heillast mjög af þeim. „Það eru ekki mörg tímabil í miðaldar-sögunni sem eru jafn vel skrásett og Íslendingasögurnar,“ segir Carrie, sem hefur lifað viðburðaríku lífi. „Ég ólst upp á búgarði í Norður-Dakóta og hafði alltaf mjög gaman af íþróttum. Ég var góð í kringlukasti og kúluvarpi og mér voru boðnir skólastyrkir í mörgum skólum. Ég valdi Harvard og þar lagði ég stund á höggmyndalist og ljósmyndun. Síðan gerði ég verkefni um norræna menningu í miðvesturhluta Bandaríkjanna því mér fannst hún mjög áhugaverð,“ segir Carrie. „Í Norður-Dakóta ólst ég upp við norræn menningar-áhrif, bæði norsk og sænsk en líka þýsk. Í bænum sem ég ólst upp í bjó líka fólk af íslenskum uppruna.“ Þegar Carrie var í Harvard og bjó í Boston sótti hún um starf í sjónvarpsþættinum Knock First, sem fjallaði um breytta hönnun á herbergjum unglinga. Kenndi hún unglingum að nota rafmagnsverkfæri, sem var nokkuð undarleg reynsla að hennar mati. „Við tókum upp um 65 þætti og unnum í tólf til átján klukkustundir á dag. Þetta var mikil pressa en líka mjög gaman. Eftir það ákvað ég að fara aftur í skóla og læra.“ Fleira hefur drifið á daga hennar því hún tók þátt í keppninni Ungfrú Norður-Dakóta um aldamótin í von um að eiga betri möguleika á skólastyrk. „Ég var kringlukastari og kúluvarpari og hafði ekki mikinn áhuga á fegurðarsamkeppnum. Ég var frekar undrandi þegar ég vann keppnina,“ segir hún. Næst var komið að keppninni Ungfrú Ameríka. „Ég komst ekki á topp tíu en ég var kjörin svalasta stúlkan af einu dagblaði. Þeim fannst svo áhugavert að ég stundaði ólympískar lyftingar og að uppáhaldsbíómyndin mín væri Gladiator en ekki Gone with the Wind,“ segir hún og hlær. Að námi loknu hefur Carrie sett stefnuna á að verða prófessor í þjóðsagnfræði og norrænni miðaldasögu. Ljóst er að þarna er heldur betur fjölhæf stúlka á ferðinni sem mun eiga nóg af sögum í pokahorninu til að segja barnabörnum sínum í framtíðinni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira